Í dag tóku nemendur í 7. bekk þátt í forvali fyrir stóru upplestrarkeppnina en lokakeppnin fer fram í húsnæði Menntaskólans á Akureyri miðvikudaginn 23. mars nk. Tveir fulltrúar voru valdir úr hópi lesenda til að taka þátt í lokakeppni, þeir Snjóki og Olaf en Leyla verður varafulltrúi.
Author Archive: Skólastjóri
Vinningshafi í eldvarnargetraun
Í vikunni fengum við heimsókn frá fulltrúum í slökkviliðinu sem afhentu verðlaun fyrir góða frammistöðu í eldvarnargetraun. Nemendur í 3. bekk hafa um árabil svarað spurningum sem tengist eldvörnum og skólinn sér um að áframsenda svörin. Tveir nemendur í 3. bekk á Akureyri fengu viðurkenningarskjal og gjafabréf og það er skemmtilegt að annar þeirra nemenda komi úr Oddeyrarskóla. Til hamingju Anton.
Ekki skóli í dag 7. febrúar
Þó veðrið sé betra í dag en spár gerðu ráð fyrir fer skólastarf ekki af stað. Frístundin mun þó opna kl. 13:00 ef einhverjir sem skráðir eru vilja nýta sér hana.
Nesti grunnskólanemenda
Það getur verið snúið að útbúa nesti fyrir skóladaginn. Margir eru í mjólkur- og/eða ávaxtaáskrift sem er nóg fyrir suma en aðrir þurfa meira eða kjósa að koma með allt nesti að heiman. Hér má sjá hugmyndir frá Landlæknisembættinu að hollu og góðu nesti.
Jólakveðja
Starfsfólk Oddeyrarskóla óskar nemendum, foreldrum og öðrum velunnurum skólans gleðilegar jólahátíðar og farsældar á komandi ár með þökk fyrir gott samstarf á árinu sem er að líða.
UNICEF-Hreyfingin
Í byrjun júní fór fram áheitahlaup þar sem safnað var til styrktar börnum sem búa við skert lífsgæði. Samtals söfnuðust 220798 krónur sem ýmist voru lagðar inn á reikning söfnunarinnar eða komu í umslagi í skólann. Þessa fjármuni er hægt að nota t.d. til kaupa á leikföngum og námsgögnum og til auka aðgengi að hreinu vatni og næringu. Einnig til kaupa og varðveislu bóluefna og lyfja. Kærar þakkir allir sem tóku þátt.
Viðurkenning fræðsluráðs
Miðvikudaginn 2. júní voru viðurkenningar fræðsluráðs afhendar í Brekkuskóla. Að þessu sinni hlutu starfsmenn af unglingastigi, þau Sissa, Rakel, Þórarinn, Jónas og Sigrún viðurkenningu fyrir ÞEMA á unglingastigi en þar er um að ræða samþættingu kennslugreina í heildstæð þemaverkefni. Jói húsvörður hlaut viðurkenningu fyrir jákvæðni og vel unnin störf og hjá nemendum var það Arney í 7. bekk sem fékk viðurkenningu fyrir að vera góð fyrirmynd sinna jafnaldra.
Skóla lokað tímabundið
Kæru foreldrar,
Eins og fram kom í fréttum í dag verður grunnskólum landsins lokað frá og með morgundeginum og fram yfir páskafrí. Frístund verður einnig lokuð þennan sama tíma. Við munum láta vita hvernig skólastarfi verður háttað eftir páska þegar við vitum hvernig staðan verður.
Bestu kveðjur og hafið það gott um páskana, Anna, Fjóla og Magga
Útivistardagur í dag 24. mars
Við höldum okkar striki varðandi útivistardag í Hliðarfjalli í dag. Munið eftir hlýjum og góðum klæðnaði.
Útivistardagur í Hlíðarfjalli miðvikudaginn 24. mars
Ágætt útlit er varðandi veður og færð í Hlíðarfjalli á morgun og við stefnum á að fara í Fjallið. Mikilvægt er þó að fylgjast með heimasíðu og/eða tölvupósti í fyrramálið til að fá staðfest hvort hægt verður að eyða deginum úti við. Nánari upplýsingar í meðfylgjandi bréfi sem foreldrar hafa nú þegar fengið sent.