Skólaslit í Oddeyrarskóla verða föstudaginn 3. júní. Nemendur 1. – 7. bekkjar mæta í sínar heimastofur klukkan 9:00 og fara með kennara á sal. Að loknum skólaslitum á sal fara nemendur aftur í sínar stofur og eiga kveðjustund með bekknum og kennurum.
Nemendur 8. – 10. bekkjar mæta klukkan 15:00. Foreldrar og forráðamenn í 10. bekk eru velkomnir á skólaslit og útskrift 10. bekkjar og að athöfn lokinni er þeim ásamt nemendum 10. bekkjar og starfsfólki boðið í kaffi í matsal skólans.