Eins og fram kom í fréttum í dag verður grunnskólum landsins lokað frá og með morgundeginum og fram yfir páskafrí. Frístund verður einnig lokuð þennan sama tíma. Við munum láta vita hvernig skólastarfi verður háttað eftir páska þegar við vitum hvernig staðan verður.
Bestu kveðjur og hafið það gott um páskana, Anna, Fjóla og Magga
Ágætt útlit er varðandi veður og færð í Hlíðarfjalli á morgun og við stefnum á að fara í Fjallið. Mikilvægt er þó að fylgjast með heimasíðu og/eða tölvupósti í fyrramálið til að fá staðfest hvort hægt verður að eyða deginum úti við. Nánari upplýsingar í meðfylgjandi bréfi sem foreldrar hafa nú þegar fengið sent.
Við stefnum á útivistardag í Hlíðarfjalli 1. mars nk. ef veður og aðstæður leyfa. Nemendur yngsta stigs fara líka í Fjallið en ekki í Kjarnaskóg eins og til stóð. Fylgist með á heimasíðunni á mánudagsmorgun. Ef ekki viðrar til útiveru verður hefðbundinn skóladagur og sund hjá flestum bekkjum.
Miðvikudaginn 10. febrúar fór fram undankeppni þar sem fulltrúar Oddeyrarskóla í lokakeppni stóru upplestrarkeppninnar voru valdir. Margir nemendur tóku þátt og stóðu sig með stakri prýði. Þá voru nemendur bekkjarins í heild til fyrirmyndar sem áheyrendur og hefði mátt saumnál detta þann tíma sem keppnin fór fram. Fjóla, Þórarinn og Helga voru dómarar. Fulltrúar Oddeyrarskóla í lokakeppninni verða Arney, Helgi og Gunnar til vara.
Ákveðið hefur verið að fresta árshátíð skólans sem fyrirhuguð er skv. skóladagatali laugardaginn 23. janúar. Þess í stað stefnum við á árshátíð föstudaginn 16. apríl og laugardaginn 17. apríl og vonum að þá verði búið að rýmka samkomutakmarkanir en við lögum okkur að þeim reglum sem verða í gildi á þeim tíma. Eftir sem áður verður skipulagsdagur mánudaginn 25. janúar.
Skólinn hefst á morgun kl. 8:10 skv. stundaskrá nemenda og vonandi verður hægt að halda skipulaginu en það er eins og allir vita háð því að covid19 smit blossi ekki upp á ný. Það nota allir venjulega innganga, þ.e. yngsta stig kemur inn austast og nemendur í 5. bekk og eldri inn um aðalinngang á suðurhlið. Allir nemendur eiga kost á að kaupa mat í mötuneyti og verða matmálstímar skv. stundaskrá. Boðið verður upp á hafragraut frá kl. 7:45-8:05. Frístund er opin fyrir nemendur í 1. – 4. bekk.
Starfsfólk Oddeyrarskóla óskar nemendum, foreldrum og öðrum velunnurum skólans gleðilegrar jólahátíðar og farsældar á nýju ári með þökk fyrir gott samstarf á árinu sem er að líða.
Skólahald hefst að nýju þriðjudaginn 5. janúar en við sendum upplýsingar þann 4. janúar varðandi skipulag skólastarfsins í upphafi ársins 2021.
Miðvikudaginn 16. september er útivistardagur í Oddeyrarskóla, en þessi dagur er dagur íslenskrar náttúru. Veðurhorfur eru góðar þennan dag. Farið verður með rútum frá skólanum að bílaplaninu við Súlur. Nemendur yngsta stigs fara í gönguferð og berjamó í brekkum að Fálkafelli. Nemendur miðstigs og unglingastigs hafa val um mismunandi gönguleiðir, þ.e. að Glerárstíflu, Fálkafell-Gamli-Hamrar, eða Súlur. Nemendur koma heim með rútum sem fara á mismunandi tíma, frá 11:30-13:30. Hádegismatur er í boði við heimkomu. Lok skóladags eru skv. stundaskrá en þeir sem fara alla leið á Súlur gætu komið seinna heim en stundaskrá segir til um. Mikilvægt er að vera klæddur eftir veðri, á góðum skóm og með hollt og gott nesti.
Vafraköku stillingar
Þessi vefur notar vafrakökur (cookies) til að tryggja sem besta upplifun þegar hann er skoðaður. Þessi borði hverfur þegar þú samþykkir eða hafna notkun. Þú getur breytt stillingum á kökum hvenær sem er.
Nauðsynlegar kökur
Always active
Nauðsynlegar kökur tryggja eðlilega virkni og öryggi tenginga.
Preferences
The technical storage or access is necessary for the legitimate purpose of storing preferences that are not requested by the subscriber or user.
Tölfræðikökur
The technical storage or access that is used exclusively for statistical purposes.Tölfræðikökur þessar kökur aðstoða aðstandendur vefsvæðisins að skilja hvernig notendur upp til hópa haga sér á vefsvæðinu.
Markaðskökur
Markaðskökur eru notaðar til að fylgja notendum milli vefsvæða. Markmið þeirra er fyrst og fremst að sýna notendum auglýsingaefni sem líklega hefur vægi fyrir notendann.