Skólahald næstu daga

Kæru foreldrar og nemendur (English below)

Skólahald verður með breyttu sniði næstu daga. Hér eru helstu upplýsingar um skóladagana þessa viku, fylgist með nánari upplýsingum sem koma með tölvupósti í dag. 

Inngangar í skóla

Búið er að merkja alla innganga í skólann og mikilvægt að allir fari eftir þeim fyrirmælum sem þar eru. Börn í 1. – 4. bekk ganga eingöngu um einn inngang, að austan. Börn í 5. – 10. bekk nota suðurinngang. Mjög mikilvægt er að virða þessi takmörk. 

Viðvera nemenda í skólanum verður sem hér segir: 

Yngsta stig, kennsla frá 8:10-13:00. Vinsamlegast sendið börnin ekki allt of snemma af stað. Nemendur fara beint inn í sínar heimastofur.

Miðstig, kennsla frá 8:10-12:00 Nemendur fá mat í lok skóladags. Athugið að vegna hámarksfjölda nemenda í hóp verður hluti 5. bekkjar í stofu (Stapa) á jarðhæð. Tekið verður á móti nemendum í forstofu og þeim skipt í hópa.

Unglingastig. Klukkan 10.00 hitta umsjónarkennarar á unglingastigi nemendur sína á google meet.  Þá verða allir að vera klæddir og tilbúnir í fyrsta verkefni dagsins sem er a.m.k. 30 mín hreyfing.  Nemendur mæta í skólann kl. 12:30-15:30. Mikilvægt er að nemendur séu búnir að borða áður en þeir koma í skólann því ekki verður boðið upp á mat í skólanum.

Matur og nesti

Ekki verður hægt að bjóða upp á hafragraut eða annan morgunverð. Mikilvægt að allir séu vel nestaðir fyrir daginn. Hafa ber í huga að nemendur hafa hvorki aðgang að grilli né örbylgjuofni.  Hádegismatur verður í boði fyrir börn í 1. – 7. bekk en verður með einföldu sniði. 

Frístund

Fyrsti bekkur verður í Frístundarrými og nýtir sér þá forstofu. Annar bekkur verður í sinni kennslustofu og notar sama inngang og að morgni. Verið er að skoða hvort hægt sé að bjóða vistun fyrir nemendur í 3. og 4. bekk en við biðjum foreldra að leita allra leiða til að skoða önnur úrræði. Látið vita á morgun ef það gengur ekki. Foreldrar eru beðnir að koma ekki lengra en inn í forstofur ef þeir sækja börn í frístund.

Dear students and parents

Shool will be a bit different the next few weeks. Here are some important information but you will also recieve email today with futher information. 

The entrances have restrictions, only students in grades 1. – 4. can use the entrance from Reynivellir, other students must use the entrance they have on the south side of the school.

Timetable

1. – 4. grade will be in school from 8:10 – 13:00. Please try not to send the children to early. They will go into their classrooms as soon as they arrive and stay there for most of the day. Lunch will be served there. Teachers will provide free play inside and outside each day. 

5. – 7. grade will stay in school from 8:10 – 12:00. They will have lunch at the end of the school day. Because of restrictions in numbers a group of 5th graders will be in a classroom on the first floor (Stapi).

8. – 10. grade are in school from 12:30 – 15:30. They will also work from their homes.

Snacks and lunch

We are unable to provide breakfast as usual, so it is very important for children to have breakfast before they come to school and bring wholesome snacks to school. We provide lunch for children in 1. – 7th grade but it could be different from what was planned on the menu.

Frístund

The first grade will be in their usual rooms in Frístund, using the usual entrance. Second grade will be in their classroom and using the same entrance as in the morning. We are looking into possibilities for the 3. and 4. grade children and their Frístund but we ask parents to try to find other ways for these children after school. When you come to school we ask you not to go any further than just inside each entrance.

Starfsdagur í grunn- og leikskólum Akureyrarbæjar mánudaginn 16. mars

Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum í dag hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að virkja heimildir sóttvarnalaga sem fela m.a. í sér að skólahald verður takmarkað tímabundið. Nánari útfærslur verða unnar samkvæmt tilmælum stjórnvalda.

Í ljósi þessa hefur verið ákveðið að mánudaginn 16. mars verði starfsdagur í leik- og grunnskólum Akureyrarbæjar svo stjórnendur og starfólk geti skipulagt skólastarfið sem best á þessu tímabili sem takmörkunin nær til.

Foreldrar leik- og grunnskólabarna eru beðnir að fylgjast vel með upplýsingum sem birtast munu um helgina og á mánudaginn m.a. á heimasíðu Akureyrarbæjar og heimasíðum grunn- og leikskóla.

Skólahreysti og upplestrarkeppni

Fulltrúar skólans í Stóru upplestrarkeppninni stóðu sig með stakri prýði á lokahátíðinni síðastliðinn miðvikudag þó við næðum ekki verðlaunasæti. Það gerði hins vegar keppnisliðið okkar í Skólahreysti sem náði 3. sæti eftir undraverðan hraða í hraðabrautinni. Við getum verið stolt af þessu unga fólki og höldum áfram að hvetja nemendur okkar til dáða í leik og starfi.

Skoða fleiri myndir

FRÍTT Í SUND OG Á SKÍÐI Í VETRARFRÍI

Akureyrarbær býður grunn- og framhaldsskólanemum á Akureyri frítt í sund og á skíði.

Miðvikudaginn 26. febrúar, fimmtudaginn 27. febrúar og föstudaginn 28. febrúar geta grunn- og framhaldsskólanemar á Akureyri farið í skíðalyfturnar í Hlíðarfjalli og í sundlaugar Akureyrar án endurgjalds.

Grunnskólanemendur gefa upp kennitölu og nafn skóla í afgreiðslu og framhaldsskólanemar VMA og MA framvísa nemendaskírteinum.

Athugið að krakkarnir þurfa að eiga rafrænt kort eða kaupa slíkt á 1.000 kr. í skíðalyfturnar, kortin fást í afgreiðslu Hlíðarfjalls.

Skipulagsdagur, foreldraviðtöl og vetrarfrí vikuna 24. – 28. febrúar

Í næstu viku, 24. til 28. febrúar verður enginn hefðbundinn skóladagur. Þessa daga eru skipulagsdagur, viðtalsdagur og vetrarfrí. Nemendur mæta bara í foreldraviðtal með sínum foreldrum eða forráðamönnum á mánudag eða þriðjudag en foreldrar 1. – 7. b. bóka viðtalstíma á mentor.is og foreldrar unglinga bóka viðtöl eftir upplýsingum frá umsjónarkennurum en þeir hitta kennara á fundi í hádeginu fösudaginn 21. febrúar.

Frístund er opin frá 7:45-16:15 á mánudag og þriðjudag, en lokuð á miðvikudag, öskudag og aðeins opin frá kl. 13:00-16:15 í vetrarfríinu á fimmtudag og föstudag.

Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk

Í gær voru valdir fulltrúar nemenda í 7. bekk sem taka þátt í stóru upplestrarkeppninni sem haldin verður í sal Menntaskólans á Akureyri þann 4. mars nk. Hér má sjá myndir af þeim sem lesa upp fyrir hönd Oddeyrarskóla ásamt dómnefndinni en þessir þrír nemendur munu æfa fram að keppni og tveir af þeim taka síðan þátt á lokahátíðinni.

Útivistardagur

Fimmtudaginn 13. febrúar var útivistardagur í Hlíðarfjalli. Veðrið var fallegt og færið eins og best verður á kosið. Nemendur og starfsfólk nutu útiverunnar en frostið var 12 gráður þennan dag og sumum varð heldur kalt. Flestir voru þó vel búnir og áttu dásamlegan dag.

Hér má sjá nokkrar myndir frá deginum.

Skólahald í dag

Skólahald verður með eðlilegum hætti í dag í leik- og grunnskólum Akureyrarbæjar og tónlistarskólanum. Veðurspá gerir ekki ráð fyrir mjög slæmu veðri hér á Akureyri. Þó er vissara að hafa varann á og fylgjast vel með viðvörunum og tilkynningum á heimasíðum skólanna og Akureyrarbæjar.

Útivistardagur í dag

Við höldum okkar striki og förum í Hlíðarfjall í dag. Það er mikið frost svo það er afar mikilvægt að allir séu vel klæddir en það má alltaf leita í skjól innan húss ef þarf. Skíðafæri er gott og veður milt fyrir utan kuldann.

Frístund opnar fyrr í dag og þar verður tekið á móti börnum sem þar eru skráð. Aðrir koma heim í fyrra fallinu en þetta er skertur skóladagur skv. skóladagatali.

Áætluð viðfera í fjallinu er eftirfarandi en ef breytinga verður þörf munu nemendur 1. – 7. bekkjar ljúka viðveru í skólanum skv. þessu tímaplani. Boðið verður upp á hádegismat við komu í skólann.

1. – 4. bekkur. Mæting í skóla kl. 08:10. Rútur í Hlíðarfjall kl. 08:15 og til baka kl.11:15.      

5. – 7. bekkur. Mæting í skóla kl. 08:30. Rútur í Hlíðarfjall kl. 08:45 og til baka kl. 12:00.

8. – 10. bekkur. Mæting í skóla kl. 8:45. Rútur í Hlíðarfjall kl. 9.00 og til baka kl.12:15.

Útivistardagur í Hlíðarfjalli fimmtudaginn 13. febrúar

Stefnan er tekin á útivistardag í Hlíðarfjalli fimmtudaginn 13. febrúar. Samkvæmt veðurspá verður talsvert frost þennan dag en úrkomulaust og mjög hægur vindur. Þar sem veður eru válynd munum við taka stöðuna snemma á fimmtudagsmorgni og setja upplýsingar á heimasíðuna eins fljótt og auðið er, um hvort farið verður í fjallið eða ekki. Færslunni verður deilt á facebooksíðu skólans og einnig verður sendur tölvupóstur til foreldra. Mikilvægt er að klæða sig eftir veðri og taka með gott nesti.