Í dag, föstdaginn 15. nóvember fengum við góða gesti hingað í skólann.
Menntamálaráðherra, Illugi Gunnarsson og tveir starfsmenn Menntamálaráðuneytisins komu til okkar ásamt fræðslustjóra og formanni skólanefndar Akureyrarbæjar og kynntu sér íslenskukennslu í 1.-4. bekk. Þau fengu kynningu á því hvernig unnið er í byrjendalæsi í Oddeyrarskóla og einnig sáu þau nemendur 4. bekkjar vinna íslenskuverkefni í anda aðferðarinnar „leikur að læra“. Að loknum heimsóknum í bekk spjallaði Illugi við nokkra kennara og stjórnendur skólans.
Einnig heimsótti rithöfundurinn Dagbjört Ásgeirsdóttir nemendur í 1. – 4. bekk og las úr bók sinni Gummi og dvergurinn úrilli fyrir nemendur og höfðu nemendur virkilega gaman af.
Myndir frá heimsóknunum má sjá á myndasíðu skólans, tengill hér til vinstri.