Opnanir hjá félagsmiðstöðinni Tróju

Opið er í félagsmiðstöðinni Trjóju sem hér segir:

  • Mánudaga 19:30-21:30 í Tróju.Félagsmiðstöðin Trója_logo
  • Þriðjudaga 19:30-21:30 í Naustaskóla.
  • Miðvikudaga 16:30-18:30 eingöngu fyrir 7. bekkinga í Tróju.
  • Miðvikudaga 19:30-21:30 í Tróju.
  • Á fimmtudögum er klúbbakvöld frá klukkan 19:30 til 21:30.
  • Engin sérstök dagopnun er í gangi en unglingar eru alltaf velkomnir í Tróju svo framalega sem starfsmaður er á svæðinu.
  • Fyrsta þriðjudag í mánuði er opnun fyrir 5.-7. bekk frá 16:30-18:00 í Tróju og í Naustaskóla.

Á tenglinum hér til vinstri má finna nánari upplýsingar um félagsmiðstöðina Tróju.

100 miða leikurinn

100 miða stjarnanÍ dag byrjar 100 miða leikurinn en hann tengist SMT skólafærninni. Við prófuðum þennan leik í fyrra og hann vakti ánægju meðal nemenda og starfsmanna. Næstu 10 daga útdeila tveir starfsmenn á dag stjörnum til nemenda fyrir að sýna góða skólafærni. Starfsmenn hrósa nemendum jafnframt, svo þeir vita hvers vegna þeir hafa unnið til stjörnunnar. Nemendur fara síðan til ritara sem skráir tilefnið og sendir póst til foreldra. Nemendur draga einnig númer á bilinu 1-100.

Að tíu dögum liðnum fara allir nemendur á sal þar sem dregin er út ein lína, lóðrétt eða lárétt, og útvaldir fá að gera sér glaðan dag með skólastjóra.

Haustfrí

Haustfrí verður í Oddeyrarskóla föstudaginn 25. október og mánudaginn 28. október. Vonum að allir geti átt notalega daga með fjölskyldu og vinum 🙂

Hattadagur fimmtudaginn 24. október

hattur4Fimmtudaginn 24. október ætlum við að gera okkur glaðan dag og hafa hattadag hér í skólanum. Þá mega allir koma með hatt eða annað höfuðfat – endilega leyfið hugmyndafluginu að ráða för 🙂

hattur3

Nýtt viðmót í Mentor fyrir nemendur og foreldra

Á morgun mun nýtt viðmót fyrir nemendur og foreldra birtast í Mentor.

Infomentor_400px

Innskráning er sú sama og áður en vissar upplýsingar birtast ykkur með öðrum hætti. Til að nálgast gögnin eins og þau voru áður þarf aðeins að smella á Fjölskylduvef og hér fyrir neðan er stutt myndband sem sýnir ykkur í hverju breytingarnar felast.

http://www.youtube.com/watch?v=rkSNxzhnIKQ

Vonandi á ykkur eftir að líka þessi þróun á Mentor.

Fjör á fjölgreindarleikum

IMG_2681Fjölgreindarleikarnir standa nú sem hæst og er mikið fjör í húsinu.

Öllum nemendum skólans er raðað í hópa þar sem í hverjum hópi eru nemendur úr 1.-10. bekk. Nemendur í 8. og 9. bekk fylgja sínum vinum úr 1. og 2. bekk en nemendur 10. bekkjar hafa það hlutverk að vera hópstjórar og leiða hópinn áfram.

Verkefnin eru af ýmsum toga, m.a. kofabygging, leikir, púsl, spil, minnisleikir, þekkja fugla og fuglahljóð, ýmsar hreyfiþrautir, tæknilegó, „minute to win it“ þrautir og margt fleira. Myndirnar tala sínu máli, en þær má finna á myndasíðu skólans.  

Myndatökur standa yfir

Myndataka hjá 1. bekk Íris ljósmyndariÍ gær og í dag stóðu yfir myndatökur hér í Oddeyrarskóla. Allir bekkir eru myndaðir með kennurum sínum. Einnig eru teknar einstaklingsmyndir af öllum nemendum og starfsfólki skólans. Við höfum samband við foreldra þegar myndirnar eru tilbúnar og þá er hægt að koma og skoða og taka afstöðu til hvort myndir verði keyptar. Myndirnar hér til hliðar eru af myndatökunni hjá nemendum í 1. bekk.

Vinna með íslenskar jurtir

IMG_1851Nú á haustdögum hafa nemendur í 8.-10.bekk verið að kynna sér íslenskar jurtir.  Þeir höfðu algjörlega frjálsar hendur með hvernig þeir útfærðu verkefni sitt.  Þrír strákar í 10. bekk  ákváðu að baka fjallagrasabrauð og útbúa fjallagrasamjólk sem þeir síðan buðu skólasystkinum sínum að smakka.  Veitingarnar brögðuðust ljómandi vel.IMG_1860

Aðalfundur foreldrafélagsins

Aðalfundur foreldrafélags Oddeyrarskóla verður haldinn í matsal skólans fimmtudaginn 3. október n.k. kl. 20.00.
Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.

Áætlaður fundartími er um ein klukkustund.
Vonumst til að sjá sem flesta!

Stjórn foreldrafélagsins

Vikan framundan

Í þessari viku er mikið um að vera hjá okkur í skólanum. Myndataka verður þriðjudag og miðvikudag, en þá verða bekkjarmyndatökur og svo einstaklingsmyndatökur af nemendum og starfsfólki. Á fimmtudag eru fjölgreindarleikar og þá er skólahald með breyttu sniði frá því sem vant er. Nemendur þurfa ekki að koma með skólatöskur, heldur með nesti í léttum bakboka. Á föstudag er skipulagsdagur hjá starfsfólki og því eru nemendur í fríi þann dag.