Matseðill fyrir október og nóvember er kominn inn á heimasíðuna. Eldri matseðla og upplýsingar um Matartorg má finna hér.

Þann 4. september hófst átakið göngum í skólann. Við hvetjum alla til að koma gangandi eða á hjólum. Einnig má nota almenningssamgöngur en reynum að forðast að nota einkabíl. Átakið stendur yfir í fjórar vikur eða til 2. október. Í skólanum hafa kennarar gert ýmislegt til að minna á átakið og skrá niður fararmáta.
Veðurútlit er töluvert betra fyrir þriðjudag en miðvikudag og því verður útivistardagur á morgun þriðjudag. Allir nemendur mæta í skólann á venjulegum tíma kl. 8.10 og njóta dagsins í mismunandi útivist.
Nemendur í 1. bekk verða í nágrenni við skólann. Nemendur í 2., 3. og 4. bekk ætla í Naustaborgir en borða saman hér við skólann um hádegi.
Þeir sem eru á mið- og unglingastigi fengu að velja á milli þess að fara í Naustaborgir eða hjóla fram að Hrafnagili og fara þar í sund. Þeir nemendur sem völdu hjólaferðina verða að muna eftir sundfötum og hjálmi.
Nemendur þurfa að taka með sér hollt og gott nesti til að narta í um morguninn og mikilvægt er að muna eftir drykkjarföngum. Þeir sem eru í ávaxtaáskrift fá ávöxtinn sinn. Allir fá grillaðar pylsur í hádeginu, hvort sem þeir eru skráðir í mat eða ekki. Þó svo veðurspáin sé góð er mikilvægt að allir séu klæddir eftir veðri og í góðum skóm.
Á hverju hausti fær Mentor alls kyns fyrirspurnir frá notendum sem eru ýmist að byrja að nota kerfið eða hafa notað það áður en lenda í einhverjum vandræðum.
Hér eru hagnýtar upplýsingar fyrir notendur um Mentor kerfið.
Oddeyrarskóli verður settur fimmtudaginn 22. ágúst. Allir nemendur í 2. – 10. bekk mæta á sal skólans kl. 9:00. Nemendur í 1. bekk eru einnig velkomnir. Þar verður stutt ávarp skólastjóra en nemendur fara síðan með sínum umsjónarkennara í heimastofur. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá föstudaginn 23. ágúst.
Matseðill fyrir ágúst og september er kominn inn á heimasíðuna.
Eldri matseðla og upplýsingar um Matartorg má finna hér.
Kæru nemendur Oddeyrarskóla, hér eru stutt skilaboð frá UNICEF hreyfingunni:
Takk kærlega fyrir samstarfið í ár! í heildina söfnuðu börn í Oddeyrarskóla 181.626 krónum! Það er virkilega vel gert! Þetta mun nýtast UNICEF víðsvegar um heiminn í þeim tilgangi að uppfylla grundvallarmannréttindi barna.
Með þessari upphæð verður til dæmis hægt að
Nú er skóladagatalið okkar komið á iCal form þannig að hægt er að bæta því inn í síma og tölvur:
iCal slóð:
Leiðbeiningar fyrir:
Oddeyrarskóla verður slitið á morgun, þriðjudaginn 4. júní 2019.
Skólaslit 1. – 7. bekkjar verða á sal kl. 13:00 og eru allir foreldrar velkomnir.
Skólaslit 8. -10. bekkjar og útskrift 10. bekkjar nema verður á sal kl. 17:00.
Að þeirri athöfn lokinni er nemendum 10. bekkjar og fjölskyldum þeirra boðið í kaffi með starfsfólki skólans.
Á hverju ári veitir fræðsluráð viðurkenningar til nemenda og starfsfólks skóla fyrir framúrskarandi vinnu við nám og félagsstörf eða frumkvöðlastarf á sínu sviði. Að þessu sinni fengu tveir nemendur Oddeyrarskóla viðurkenningar, þær Oliwia Moranska í 9. bekk og Birta Ósk Þórólfsdóttir í 10. bekk. Birta var á skólaferðalagi þegar afhending fór fram en foreldrar hennar tóku við viðurkenningunni. Við óskum þeim báðum hjartanlega til hamingju.