Í tilefni af alþjóðlegum degi læsis, þann 8. september, hefur Félag læsisfræðinga á Íslandi tekið saman upplýsingar með ráðleggingum um mikilvægi heimalestrar og hvernig nýta má gagnvirkan lestur til að efla lesskilning. Við hvetjum foreldra til að kynna sér ráðleggingarnar, þær eru einfaldar og aðgengilegar.
Tengjumst í leik (e. Invest in play) er námskeið fyrir foreldra og forráðamenn barna þar sem áhersla er lögð á jákvæð samskipti og samveru foreldra og barna í gegnum leik. Með því myndast góð tengsl milli foreldra og barna og samband þeirra styrkist. Efni og innihald námskeiðsins er byggt á gagnreyndum aðferðum og rannsóknum á alþjóðlegum vettvangi.
Rannsóknir hafa sýnt að börn sem eiga foreldra sem setið hafa námskeiðið öðlast aukið sjálfstraust, tilfinningalæsi og félags- og námsfærni. Foreldrafræðslan Tengjumst í leik hefur því margþættan ávinning fyrir börn, foreldra og samfélagið í heild.
Oddeyrarskóli heldur námskeið fyrir foreldra barna í 1. bekk þeim að kostnaðarlausu. Námskeiðið er unnið í samvinnu við þróunarverkefnið Föruneyti barna – samstarfs um stuðning við uppeldi og nám á vegum Menntavísindasviðs Háskóla Íslands og Barna- og menningarmála ráðuneytisins. Nánar má lesa um verkefnið hér.
Markmið námskeiðsins er að valdefla foreldra í uppeldishlutverki sínu. Námskeiðið er 12 vikur, og mun hefjast í 3. viku september, kennt er vikulega tvær klst. í senn. Foreldrar fá handbók og æfingabók á íslensku eða ensku, sem unnin er samhliða handleiðslu. Kennarar á námskeiðinu eru þær Linda Rós verkefnastjóri velferðar og Margrét deildarstjóri yngri deildar en þær sóttu leiðbeinendanámskeið hjá Invest in play nú á haustdögum og hafa víðtæka reynslu af foreldrasamstarfi.
Skólasetning verður í Oddeyrarskóla 22. ágúst. Við þrískiptum setningu en nemendur mæta í íþróttasalinn og fara síðan í heimastofur í fylgd kennara. Foreldrar eru velkomnir með á skólasetningu.
2. – 4. bekkur klukkan 9:00
5. – 7. bekkur klukkan 9:30
8. – 10. bekkur klukkan 10:00
Nemendur og foreldrar í 1. bekk mæta ekki á skólasetningu en fara í viðtal hjá umsjónarkennara.
Nú er farið að styttast í lok þessa skólaárs og í næstu viku verður ýmislegt uppbrot í gangi. Óþarfi er að mæta með skóladót þessa daga en það þarf gott nesti og föt sem henta veðri. Veðurspá er því miður það slæm að við þurfum að draga úr fyrirhugaðri útiveru en breytt dagskrá flyst þess í stað inn í skóla. Dagskráin er eftirfarandi:
3. júní vordagur – UNICEF áheitahlaup – Hér er slóð til að leggja inn styrk og að því loknu stuttar ferðir innanbæjar eða uppbrot inni í skóla. Skólalok skv. stundaskrá.
4. júní vordagur – stuttar ferðir innanbæjar og/eða uppbrot inni í skóla. Skólalok skv. stundaskrá.
5. júní Oddóleikar – leikir og þrautir á skólalóðinni eða inni eftir aðstæðum. Koma með handklæði og aukaföt ef það viðrar til útiveru. Skóla lýkur um hádegi hjá nemendum.
6. maí skólaslit, mæting á sal skólans.
kl. 9.00 hjá 1. – 7. bekk,
kl. 14:30 hjá 8. – 10. bekk. Á eftir er kaffi og meðlæti í boði skólans fyrir nemendur og nánustu aðstandendur útskriftarnemenda í 10. bekk
Skóli verður settur aftur fimmtudaginn 22. ágúst kl. 9:00 en þá mæta allir nemendur nema þeir sem fara í 1. bekk.
Eins og undanfarin ár tóku nemendur Oddeyrarskóla nú þátt í Fiðringi, hæfileikakeppni grunnskólanna á Norðurlandi. Þeir brugðu ekki út af vananum og urðu í 2.sæti þriðja árið í röð. Auk þess fengu þeir sérstök íslenskuverðlaun fyrir skýran framburð og gott orðalag. Við erum afskaplega stolt af þessum hópi, þau voru sjálfum sér og öllum sem að þeim standa til mikils sóma. Úlfhildur Örnólfsdóttir hefur séð um leikstjórn og allan undirbúning Oddeyrarskólanemenda og kunnum við henni bestu þakkir fyrir.
Í dag áttum við í Oddeyrarskóla yndislegan útivistardag í Hlíðarfjalli. Veðrið lék við nemendur og starfsfólk og allir virtust skemmta sér hið allra besta.
Í tilefni heilsuvika hafa nemendur á unglingastigi verið að vinna verkefni tengdum heilsu í þematímum. Nemendur unnu í hópum og útbjuggu fræðslu fyrir yngri nemendur skólans og höfðu bæði yngri og eldri nemendur gagn og gaman af.
Í tilefni af heilsuvikunni var boðið upp á auka íþróttatíma fyrir öll stig í íþróttasalnum undir stjórn Baldurs íþróttakennara. Að lokum var svo keppni í anda skólahreystiskeppninnar en minni í sniðum. Þar kepptu fulltrúar allra árganga á unglingastigi og starfsmenn í boðhlaupi en allir nemendur skólans komu og horfðu á og hvöttu sín lið. Að lokum var svo tilkynnt um úrslit í störnuleiknum en vinningshafar fara með fulltrúum úr SMT teymi og gera sér glaðan dag hluta úr skóladegi í vikunni á eftir.
Í vikunni var undankeppni Upphátt, upplestrarkeppni grunnskólanna á Akureyri. Þar lásu nemendur úr 7. bekk upphátt mismunandi texta. Allir keppendur stóðu sig mjög vel, en að lokum þurfti að velja tvo nemendur til að keppa fyrir hönd skólans í lokakeppninni sem haldin verður 7. mars næstkomandi í Hofi. Kirsta og Emma lásu best að mati dómnefndar. Við óskum þeim innilega til hamingju og hlökkum til að fylgjast með þeim í lokakeppninni í næstu viku.
Vafraköku stillingar
Þessi vefur notar vafrakökur (cookies) til að tryggja sem besta upplifun þegar hann er skoðaður. Þessi borði hverfur þegar þú samþykkir eða hafna notkun. Þú getur breytt stillingum á kökum hvenær sem er.
Nauðsynlegar kökur
Always active
Nauðsynlegar kökur tryggja eðlilega virkni og öryggi tenginga.
Preferences
The technical storage or access is necessary for the legitimate purpose of storing preferences that are not requested by the subscriber or user.
Tölfræðikökur
The technical storage or access that is used exclusively for statistical purposes.Tölfræðikökur þessar kökur aðstoða aðstandendur vefsvæðisins að skilja hvernig notendur upp til hópa haga sér á vefsvæðinu.
Markaðskökur
Markaðskökur eru notaðar til að fylgja notendum milli vefsvæða. Markmið þeirra er fyrst og fremst að sýna notendum auglýsingaefni sem líklega hefur vægi fyrir notendann.