Aðalfundur foreldrafélags Oddeyrarskóla verður haldinn í matsal skólans miðvikudaginn 14. október n.k. kl. 20.00.Vonumst til að sjá sem flesta.
Á morgun, þriðjudaginn 6. október, verður fjölgreindardagur hjá okkur í Oddeyrarskóla.
Þá mæta nemendur að vanda kl. 8:10 og er þá raðað niður í hópa, þvert á bekki. Gætt er að því að nemendur í 1. bekk verði með vini sínum í 8. bekk í hóp.
Á þessum degi fylgjum við ekki stundaskrá og lýkur skóladegi kl. 12:15. Nemendur sem eru skráðir í Frístund fara beint þangað að loknum skóladegi.
Þessi dagur hefur alltaf verið einstaklega vel heppnaður en ekki við öðru að búast nú.
Hvetjum alla til að vera mættir stundvíslega svo röðun í hópa gangi vel fyrir sig.
Á morgun 2. október er skipulagsdagur í skólanum og því frí hjá nemendum. Minnum einnig á að Frístund er lokuð. Kennarar munu sækja Haustþing BKNE sem haldið er á morgun.
Samvinna er stór þáttur í öllu námi barna. Í síðustu viku reyndi aldeilis á samvinnu þegar nemendur á unglinga- og miðstigi aðstoðuðu þær Hrafnhildi og Laufeyju matráða við að útbúa hádegismatinn. Á matseðlinum voru pítsur og sýndu nemendur mikinn áhuga og dugnað við að fletja út botna, skera niður álegg og setja á pítsurnar. Að sjálfsögðu brögðuðust pítsurnar sérstaklega vel í hádeginu 🙂 Á myndasíðu skólans má finna fleiri myndir frá þessum skemmtilega degi.
Nú hefur félagsmiðstöðin okkar fengið nafn, en hún heitir nú Stjörnuríki. Það er mikið um að vera í félagsmiðstöðinni fyrir krakka í 5. – 10. bekk og þið getið fengið nánari upplýsingar um það ef þið smellið á stjörnurnar hér til vinstri á síðunni. Þar er að finna tímatöflu félagsmiðstöðvarinnar, upplýsingar um starfsmenn hennar og nánari upplýsingar um klúbba á þeirra vegum.
Sextándi alþjóðlegi Skólamjólkurdagurinn verður haldinn hátíðlegur víða um heim þann 30. september næstkomandi. Það er stofnun Sameinuðu þjóðanna, FAO (Food and Agriculture Organization) sem hvetur til hátíðarhalda á þessum degi og á Íslandi er haldið upp á hann undir kjörorðunum “Holl mjólk og heilbrigðir krakkar”.
Fótboltamót á unglingastigi.
Á morgun miðvikudag verða nemendur á unglingastigi á fótboltamóti í Boganum. Nemendur ganga héðan með kennurum sínum kl. 8.10 nema strákarnir í 8. bekk, þeir verða í kennslu til kl. 10.10 og fara eftir frímínútur. Þegar krakkarnir koma til baka tekur við kennsla samkvæmt stundaskrá.
Forvarnardagurinn 2. október.
Forvarnardagur 2015 verður haldinn föstudaginn 2. október næstkomandi. Dagurinn er helgaður nokkrum heillaráðum sem geta forðað börnum og unglingum frá fíkniefnum, ráðum sem eiga erindi við allar fjölskyldur í landinu. Forvarnardagurinn er haldin að frumkvæði forseta Íslands í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Ungmennafélag Íslands, Bandalag íslenskra skáta, Reykjavíkurborg, Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík. Sjá nánar á http://www.forvarnardagur.is/
Þennan dag verða nemendur í 9. bekk í forvarnarfræðslu upp í Rósenborg frá kl. 8.15-11.00.
Við viljum vekja athygli á átaks- og samvinnuverkefni Á alla vörum og Erindi. Þessir tveir hópar tóku höndum saman í ár við að berjast fyrir bættum samskiptum meðal barna og unglinga.
Á allra vörum er kynningar- og fjáröflunarátak þar sem þjóðin sameinast um ákveðið málefni og lætur gott af sér leiða. Það hefur staðið fyrir árlegum fjáröflunum frá árinu 2008 og í ár var ákveðið að taka þátt í átaki Erindis varðandi einelti barna og unglinga.
Erindi eru samtök fagfólks á sviði uppeldis-, lýðheilsu- og menntunarfræða og hafa það hlutverk að miðla fræðslu og skapa almenna umræðu um málefni sem varða hag barna og ungmenna á öllum skólastigum. Markmið Erindis er að opna samskiptasetur þar sem aðstandendur í eineltismálum geta fengið ráðgjöf og þjónustu frá fagaðilum.
Hér má sjá myndband verkefnisins.
Laugardaginn næstkomandi er hjóladagur fjölskyldunnar á Akureyri. 
Í tilefni af því verða Akureyrarbær og Hjólreiðafélag Akureyrar með hjólalestir frá öllum grunnskólum bæjarins.
Lagt er af stað klukkan 12:30 og eru foreldrar, nemendur og öll fjölskyldan velkomin. Lestirnar sameinast allar við Glerártorg og svo aftur við Hof og verður svo hjólað saman í stórum hóp í gegnum göngugötuna þar sem við leggjum frá okkur hjólin og skoðum strætó, slökkviliðsbíl, mismunandi reiðhjól og vistvæna bíla.
Að sjálfssögðu verða pylsur og gos handa öllum sem mæta.
Sjá má leiðina sem hjóluð er frá hverjum skóla á heimasíðu Hjólreiðafélags Akureyrar og lista yfir hópstjóra. Sá sem tekur á móti móti hjólreiðafólki við Oddeyrarskóla og verður hópstjóri á leiðinni er Sigurvin Fíllinn Jónsson. Á sunnudeginum verður svo hjólreiðamót fyrir krakka við Minjasafnið á Akureyri. Allt um þetta má finna í sjónvarps-dagskránum sem komu út í þessarri viku og á www.hfa.is
Starfsmenn í Rósenborg hafa sett saman hugmyndalista fyrir foreldra til að auðvelda þeim skipulag og vinnu þegar þeir ætla að hittast með börnunum sínum og gera sér glaðan dag. Endilega nýtið ykkur þetta.