Nú hefur félagsmiðstöðin okkar fengið nafn, en hún heitir nú Stjörnuríki. Það er mikið um að vera í félagsmiðstöðinni fyrir krakka í 5. – 10. bekk og þið getið fengið nánari upplýsingar um það ef þið smellið á stjörnurnar hér til vinstri á síðunni. Þar er að finna tímatöflu félagsmiðstöðvarinnar, upplýsingar um starfsmenn hennar og nánari upplýsingar um klúbba á þeirra vegum.
Category Archives: Fréttir og tilkynningar
Alþjóðlegi skólamjólkurdagurinn 30. september

Fótboltamót á unglingastigi
Fótboltamót á unglingastigi.
Á morgun miðvikudag verða nemendur á unglingastigi á fótboltamóti í Boganum. Nemendur ganga héðan með kennurum sínum kl. 8.10 nema strákarnir í 8. bekk, þeir verða í kennslu til kl. 10.10 og fara eftir frímínútur. Þegar krakkarnir koma til baka tekur við kennsla samkvæmt stundaskrá.
Forvarnardagurinn 2. október.
Forvarnardagur 2015 verður haldinn föstudaginn 2. október næstkomandi. Dagurinn er helgaður nokkrum heillaráðum sem geta forðað börnum og unglingum frá fíkniefnum, ráðum sem eiga erindi við allar fjölskyldur í landinu. Forvarnardagurinn er haldin að frumkvæði forseta Íslands í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Ungmennafélag Íslands, Bandalag íslenskra skáta, Reykjavíkurborg, Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík. Sjá nánar á http://www.forvarnardagur.is/
Þennan dag verða nemendur í 9. bekk í forvarnarfræðslu upp í Rósenborg frá kl. 8.15-11.00.
Einelti er ógeð
Við viljum vekja athygli á átaks- og samvinnuverkefni Á alla vörum og Erindi. Þessir tveir hópar tóku höndum saman í ár við að berjast fyrir bættum samskiptum meðal barna og unglinga.
Á allra vörum er kynningar- og fjáröflunarátak þar sem þjóðin sameinast um ákveðið málefni og lætur gott af sér leiða. Það hefur staðið fyrir árlegum fjáröflunum frá árinu 2008 og í ár var ákveðið að taka þátt í átaki Erindis varðandi einelti barna og unglinga.
Erindi eru samtök fagfólks á sviði uppeldis-, lýðheilsu- og menntunarfræða og hafa það hlutverk að miðla fræðslu og skapa almenna umræðu um málefni sem varða hag barna og ungmenna á öllum skólastigum. Markmið Erindis er að opna samskiptasetur þar sem aðstandendur í eineltismálum geta fengið ráðgjöf og þjónustu frá fagaðilum.
Hér má sjá myndband verkefnisins.
Hjóladagur fjölskyldunnar 19. september
Laugardaginn næstkomandi er hjóladagur fjölskyldunnar á Akureyri.
Í tilefni af því verða Akureyrarbær og Hjólreiðafélag Akureyrar með hjólalestir frá öllum grunnskólum bæjarins.
Lagt er af stað klukkan 12:30 og eru foreldrar, nemendur og öll fjölskyldan velkomin. Lestirnar sameinast allar við Glerártorg og svo aftur við Hof og verður svo hjólað saman í stórum hóp í gegnum göngugötuna þar sem við leggjum frá okkur hjólin og skoðum strætó, slökkviliðsbíl, mismunandi reiðhjól og vistvæna bíla.
Að sjálfssögðu verða pylsur og gos handa öllum sem mæta.
Sjá má leiðina sem hjóluð er frá hverjum skóla á heimasíðu Hjólreiðafélags Akureyrar og lista yfir hópstjóra. Sá sem tekur á móti móti hjólreiðafólki við Oddeyrarskóla og verður hópstjóri á leiðinni er Sigurvin Fíllinn Jónsson. Á sunnudeginum verður svo hjólreiðamót fyrir krakka við Minjasafnið á Akureyri. Allt um þetta má finna í sjónvarps-dagskránum sem komu út í þessarri viku og á www.hfa.is
Hugmyndabanki fyrir foreldra
Starfsmenn í Rósenborg hafa sett saman hugmyndalista fyrir foreldra til að auðvelda þeim skipulag og vinnu þegar þeir ætla að hittast með börnunum sínum og gera sér glaðan dag. Endilega nýtið ykkur þetta.
Hafragrautur
Hafragrautur er nú í boði fyrir alla nemendur skólans í upphafi dags og fyrir nemendur á mið- og unglingastigi í frímínútum um miðjan morgunn. Grauturinn hefur mælst vel fyrir, en það er þó meira um að eldri nemendur nýti sér þetta góða boð. Grauturinn er framreiddur á tímabilinu 7:45 – 8:10. Boðið er upp á rúsínur með hafragrautnum en engan sykur.
Stjórn foreldrafélagsins hefur ákveðið að styðja við okkur með hráefniskaupum í tvo mánuði á meðan við sjáum hver nýtingin verður. Við þökkum innilega fyrir þann stuðning.
Hausthátíð Oddeyrarskóla verður haldin á morgun, laugardaginn 12. september
Hausthátíð foreldrafélags Oddeyrarskóla verður haldin laugardaginn 12. september og hefst hún kl. 11. Við ætlum að leika okkur saman um stund og njóta samveru með börnunum okkar, samnemendum þeirra, starfsfólki skólans og foreldrum.
Við munum breyta út af vananum þessa hausthátíðina og í stað þess að fara í skrúðgöngu ætlum við að fara í leiki á svæðinu og jafnvel að efna til keppni á milli bekkja, foreldra eða starfsfólks skólans.
Svo minnum við á litaþema bekkjana og um að gera að þeir komi hver í sínum lit ef taka á á því í keppnin við aðra innan skólans.
1. bekkur – gulur
2. bekkur – rauður
3. bekkur – grænn
4. bekkur – blár
5. bekkur – svartur
6. bekkur – hvítur
7. bekkur – fjólublár
8. bekkur – brúnn
9. bekkur – bleikur
10. bekkur – appelsínugulur
Svo ætlar 10.bekkur að grilla pylsur ofan í mannskapinn að því loknu. Við hvetjum alla til að mæta og gera sér glaðan dag.
Andlitsmálun verður í boði frá kl. 10.30.
1. bekkur er sérlega boðinn velkominn!
Mætum öll og eigum glaðan dag,
kveðja foreldrafélagið.
Dagur læsis á morgun, þriðjudaginn 8. september
Frá árinu 1965 hafa Sameinuðu þjóðirnar helgað 8. september málefnum læsis. Íslendingar taka sem fyrr þátt í þessum alþjóðlega degi með ýmsum hætti.
Miðstöð skólaþróunar við HA, Bókasafn HA, Amtsbókasafnið, skóladeild Akureyrarbæjar og Barnabókasetur Íslands starfa saman að undirbúningi læsisviðburða á Akureyri og hvetja aðra til að gera slíkt hið sama í sínu umhverfi. Hér má sjá nánari upplýsingar um viðburði dagsins.
Útivistartími barna
