Hafragrautur

hafragrauturHafragrautur er nú í boði fyrir alla nemendur skólans í upphafi dags og fyrir nemendur á mið- og unglingastigi í frímínútum um miðjan morgunn. Grauturinn hefur mælst vel fyrir, en það er þó meira um að eldri nemendur nýti sér þetta góða boð. Grauturinn er framreiddur á tímabilinu 7:45 – 8:10. Boðið er upp á rúsínur með hafragrautnum en engan sykur.

Stjórn foreldrafélagsins hefur ákveðið að styðja við okkur með hráefniskaupum í tvo mánuði á meðan við sjáum hver nýtingin verður. Við þökkum innilega fyrir þann stuðning.

 

Hausthátíð Oddeyrarskóla verður haldin á morgun, laugardaginn 12. september

Hausthátíð foreldrafélags Oddeyrarskóla verður haldin laugardaginn 12. september og hefst hún kl. 11. Vlogo -stafalaustið ætlum að leika okkur saman um stund og njóta samveru með börnunum okkar, samnemendum þeirra, starfsfólki skólans og foreldrum.

Við munum breyta út af vananum þessa hausthátíðina og í stað þess að fara í skrúðgöngu ætlum við að fara í leiki á svæðinu og jafnvel að efna til keppni á milli bekkja, foreldra eða starfsfólks skólans.

Svo minnum við á litaþema bekkjana og um að gera að þeir komi hver í sínum lit ef taka á á því í keppnin við aðra innan skólans.

1. bekkur – gulur
2. bekkur – rauður
3. bekkur – grænn
4. bekkur – blár
5. bekkur – svartur
6. bekkur – hvítur
7. bekkur – fjólublár
8. bekkur – brúnn
9. bekkur – bleikur
10. bekkur – appelsínugulur

Svo ætlar 10.bekkur að grilla pylsur ofan í mannskapinn að því loknu. Við hvetjum alla til að mæta og gera sér glaðan dag.

Andlitsmálun verður í boði frá kl. 10.30.

1. bekkur er sérlega boðinn velkominn!

Mætum öll og eigum glaðan dag,

kveðja foreldrafélagið.

Dagur læsis á morgun, þriðjudaginn 8. september

læsi er lykillinn-logoFrá árinu 1965 hafa Sameinuðu þjóðirnar helgað 8. september málefnum læsis. Íslendingar taka sem fyrr þátt í þessum alþjóðlega degi með ýmsum hætti.

Miðstöð skólaþróunar við HA, Bókasafn HA, Amtsbókasafnið, skóladeild Akureyrarbæjar og Barnabókasetur Íslands starfa saman að undirbúningi læsisviðburða á Akureyri og hvetja aðra til að gera slíkt hið sama í sínu umhverfi. Hér má sjá nánari upplýsingar um viðburði dagsins.

Útivistartími barna

Frá Samanhópnum:
 útivistartími
Kæru foreldrar
Samanhópurinn minnir á að nú 1. september breytist útivistartími barna.
Verulegur árangur hefur náðst síðustu ár í að draga úr áhættuhegðun barna og unglinga og má ekki síst rekja það til þess að foreldrar hafa staðið saman og virt útivistarreglurnar. Við vonum að það verði þannig áfram.
Sjá meðf. auglýsingu: Saman-hópurinn_foreldrar_útivist

Kassabílasmíði

Kæru velunnarar Oddeyrarskólakassabill

Unglingadeildin er þessa dagana að hanna kassabíla fyrir Frístund og vantar sárlega dekk undir bílana. Dekk af öllum gerðum eru vel þegin. Hægt er að koma með þau í skólann en einnig er hægt að hafa samband við skólann og þau verða sótt.

Með von um góð viðbrögð
Unglingadeildin

Litbrigði læsis – læsi er lykillinn…

læsi er lykillinn-logoUm þessar mundir berst foreldrum allra grunnskólabarna á Akureyri bréf frá Soffíu Vagnsdóttur, fræðslustjóra Akueyrarbæjar þar sem hún vekur athygli foreldra á læsisátaki okkar og mikilvægi þess að við hjálpumst öll að við lestrarnám barnanna. Hún biðlar til foreldra um að vera með í lestrarátaki skólanna á Akureyri. Bréfið endar á eftirfarandi orðum:

„Með þessu bréfi biðla ég til ykkar allra um að vera með í lestrarátaki skólanna á Akureyri. Við ætlum okkur að ná frábærum árangri með börnin okkar. Við viljum festa í sessi þá hugsun að það er á ábyrgð okkar allra að börnin okkar verði læs. Að þau séu hvött, studd og hafi góðar fyrirmyndir. Þetta er grundvallaratriði. Í Reykjanesbæ náðist á örfáum árum frábær árangur í samræmdum prófum með sameiginlegu átaki í læsi. Þar var lyft grettistaki þar sem allir hjálpuðust að og öxluðu ábyrgð. Þetta viljum við gera á Akureyri. Við ætlum að ná árangri. Við þurfum ykkur kæru foreldrar með í liðið.“

Við hvetjum alla foreldra/forráðamenn barna í Oddeyrarskóla til að kynna sér innihald þessa bréfs.

Frá félagsmiðstöð Oddeyrarskóla

Nú fer vetrarstarfið að hefjast hjá okkur hjá félagsmiðstöðvunum á Akureyri. Það hafa orðið breytingar hjá okkur sem tengjast Oddeyrarskóla, en í stað þess að vera undir félagsmiðstöðinni Tróju ætlum við að taka aftur upp á því aFélagsmiðstöð_dagskrá - September 2015ð vera með sér rekna félagsmiðstöð. Það felur í sér að við munum stofna nýja félagsmiðstöð fyrir okkur á eyrinni og verðum því í takt við þorpið þar sem sér félagsmiðstöð er við hvern skóla.

Hér má sjá bréf til foreldra vegna nýrrar félagsmiðstöðvar hér í Oddeyrarskóla og hér fyrir neðan má sjá dagskrá septembermánaðar.

Útivistardagur á morgun, þriðjudag

Á morgun, þriðjudaginn 1. september er fyrirhugaður útivistardagur. Veðurspáin er góð svo okkur er því ekkert ábótavant.OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Skipulagið er á þessa leið:

Nemendur í 1. – 4. bekk fara allir í Krossanesborgir með umsjónarkennurum sínum og öðru starfsfólki. Nemendur eru komnir í skólann um kl. 12, fara þá í mat og reikna má með að þau séu komin heim um kl. 12:30. Þau börn sem eru í Frístund fara beint þangað að mat loknum.

Nemendur í 5. – 10. bekk völdu á milli þess að ganga upp að Hraunsvatni, ganga í Kjarnaskóg eða að fara í hjólaferð.

  • Um það bil 60 nemendur fara að Hraunsvatni (skólinn útvegar rútu).
  • um það bil 20 fara í gönguferð í Kjarnaskóg.
  • tæplega 30 nemendur fara í tvær ólíkar hjólaferðir.

Nemendur í 5. – 10. bekk koma heim á ólíkum tímum, en reikna má með að allir séu búnir um eða upp úr kl. 13.

Við minnum á að þeir sem hjóla verða að vera með hjálm á höfði og svo er mikilvægt að klæða sig eftir veðri og hafa með sér gott nesti.