Smiðjudagar tileinkaðir tónlist

IMG_4679 IMG_4653 IMG_4570Dagana 27. og 28. mars eru smiðjudagar hjá okkur hér í Oddeyrarskóla og er þema þessa árs ýmiss konar tónlist. Öll stig voru því með tónlistartengd verkefni í allan dag og nemendum blandað milli bekkja.

Krakkarnir á yngsta stigi fóru á mismunandi stöðvar þar sem þau m.a. bjuggu til hljóðfæri, fóru í leiki og spurningakeppni.

Á miðstigi byrjuðu krakkarnir fimmtudaginn á því að fara í Hof þar sem þau fengu góða kynningu á húsinu og fóru síðan í dans og jóga í íþróttasal Oddeyrarskóla. Í lok dagsins fóru þau í stuttan tónlistarratleik.

Unglingarnir eru búnir að vinna að því að gera lag sem kallað er cup song, þar sem stór hópur nemenda slær takt með glösum og klappi og aðrir nemendur spila og syngja tónlist.

Þessa daga er starfandi fjölmiðlahópur við skólann sem fylgist með, myndar og semur fréttir. Þessi frétt er m.a. úr þeirra smiðju.

Fleiri myndir eru væntanlegar á heimasíðu skólans.

Tengja marsmánaðar

connectingNú er komin út ný Tengja. Hana má sjá hér.

Eldri Tengjur er hægt að finna á heimasíðunni undir tenglinum „TENGJA“ hér fyrir ofan.

FORELDRAR OG FORVARNIR – fræðsla fyrir foreldra

hogsFimmtudaginn 27. mars standa samtökin Heimili og skóli fyrir fræðslu fyrir foreldra sem ber heitið Foreldrar og forvarnir. Fræðslan verður í sal Síðuskóla og er öllum opin. Foreldrar eru hvattir til að fjölmenna. Ókeypis aðgangur.

Dagskrá:

  • Sólveig Karlsdóttir verkefnastjóri hjá Heimili og skóla og SAFT: Samtaka foreldrar
  • Björn Rúnar Egilsson, verkefnastjóri hjá Heimili og skóla og SAFT: Rafrænt uppeldi
  • Guðrún Björg ÁgústsdóttirICADC ráðgjafi hjá Vímulausri æsku – Foreldrahúsi: Hvað er til ráða?

Hér er auglýsingin frá Heimili og skóla

Afmælisbarn dagsins!

Krakkarnir á yngsta stigi komu skólastjóranum á óvart í sameiginlegri söngstund í dag og sungu fyrir hana í tilefni afmælisdagsins hennar 🙂 Til hamingju með daginn elsku Kristín okkar.

.IMG_5088 IMG_5089

Heimsókn á Minjasafn

6. bekkur fór í frábæra heimsókn á Minjasafnið á dögunum. Þar fræddust við um matarmenningu Íslendinga fyrr á öldum, hlustuðum á sögur og fleira skemmtilegt. Veðrið lék við okkur þennan dag og nutum við útiverunnar á leið til baka í skólann.

IMG_3036IMG_3057

Þjálfunarefni fyrir unga lestrarhesta

kids-school-computerNú er komið efni á heimasíðuna til að þjálfa nefnuhraða og lestur hjá yngstu nemendunum. Þar eru t.d. 150 algengustu íslensku orðin í glærukynningu sem má fletta og láta börnin spreyta sig á (einnig skipt niður í minni einingar). Þá er einnig tengill á heimasíðu Laugarnesskóla með myndböndum sem þjálfa stærðfræði hjá yngsta aldurshópi grunnskólans. Þetta má allt finna á neðsta tenglinum hér til vinstri, þjálfunarefni fyrir nemendur.

Oddeyrarskóli hampaði 3. sæti í skólahreysti

Skólahreysti logoÍ dag var Akureyrarkeppnin haldin í Skólahreysti. Keppt var í upphífingum, armbeygjum, dýfum, hreystigreyp og hraðabraut. Fulltrúar Oddeyrarskóla sem voru valdir í undankeppni innan skólans fyrir nokkru voru Egill 9. bekk, Alexander Ívan 10. bekk, Ágústa Jenný 8. bekk og Birta 8. bekk. Varamenn voru Don 9. bekk og Tara 10. bekk. Hópurinn stóð sig frábærlega og náði 3. sætinu af 8 skólum.

Við óskum þeim innilega til hamingju með góðan árangur!

 

Vetrarfrí framundan

Nú eru nemenda- og foreldraviðtölin afstaðin. Nú skundum við í vetrarfrí  fram yfir helgi. Við vonum að nemendur njóti allir frísins og komi endurnærðir í skólann mánudaginn 10. mars.

Þrumugleði hjá 6. bekk

 

Nemendur í 6. bekk héldu þrumugleði í tilefni þess að safnast hafði áttföld bekkjarstærð af þrumum. Í þetta sinn varð leikjatími fyrir valinu og mátti þá koma með tölvur og tæki að heiman til að leika með. Einnig á skólinn nokkuð gott safn af tólum og tækjum sem hægt var að grípa í. Við tengdum leikjatölvu við skjávarpa svo hægt væri að spila skemmtilega íþróttaleiki á risastórum skjá. Meðal þess sem keppt var í var keila og borðtennis.

 

 

IMG_20140213_132055 IMG_20140213_132101 IMG_20140213_132114

Kynning á Strumpaþema hjá 4. bekk

IMG_4957Í dag kynntu nemendur í 4. bekk afrakstur vinnu sinnar síðastliðinna þriggja vikna um Strumpana í byrjendalæsinu. Vinnan fólst í allskyns málfræðiæfingum, sögugerð o.fl. Einnig útbjuggu nemendur sérstakan lestrarsvepp sem ætlaður er sem afdrep til lestrar og saumuðu hvert sinn strump. Myndir frá verkefninu og kynningunni eru komnar á myndasíðu skólans.