Haldin var myndasamkeppni hér í Oddeyrarskóla í nóvember og var þemað „jólakötturinn“. Margir skiluðu mjög flottum myndum. Skilyrðin voru að vanda vinnubrögð og gera ramma utan um myndirnar.
Dómnefnd valdi 7 myndir sem sigruðu keppnina og verða þær myndir notaðar á jólakort sem skólinn sendir frá sér nú í desember. Þeir hæfileikaríku nemendur sem áttu sigurmyndirnar eru Lára Huld Jónsdóttir í 5. bekk (tvær myndir), Vala Alvilde Berg 5. bekk, Teresa Regína Snorradóttir 7. bekk, Freyja Jóhannsdóttir 6. bekk, Róbert Aron Mikaelsson 7. bekk og Ellen Ósk Hólmarsdóttir 5. bekk.