Skólahald verður með eðlilegum hætti í dag í leik- og grunnskólum Akureyrarbæjar og tónlistarskólanum. Veðurspá gerir ekki ráð fyrir mjög slæmu veðri hér á Akureyri. Þó er vissara að hafa varann á og fylgjast vel með viðvörunum og tilkynningum á heimasíðum skólanna og Akureyrarbæjar.
Við höldum okkar striki og förum í Hlíðarfjall í dag. Það er mikið frost svo það er afar mikilvægt að allir séu vel klæddir en það má alltaf leita í skjól innan húss ef þarf. Skíðafæri er gott og veður milt fyrir utan kuldann.
Frístund opnar fyrr í dag og þar verður tekið á móti börnum sem þar eru skráð. Aðrir koma heim í fyrra fallinu en þetta er skertur skóladagur skv. skóladagatali.
Áætluð viðfera í fjallinu er eftirfarandi en ef breytinga verður þörf munu nemendur 1. – 7. bekkjar ljúka viðveru í skólanum skv. þessu tímaplani. Boðið verður upp á hádegismat við komu í skólann.
1. – 4. bekkur. Mæting í skóla kl. 08:10. Rútur í Hlíðarfjall kl. 08:15 og til baka kl.11:15.
5. – 7. bekkur. Mæting í skóla kl. 08:30. Rútur í Hlíðarfjall kl. 08:45 og til baka kl. 12:00.
8. – 10. bekkur. Mæting í skóla kl. 8:45. Rútur í Hlíðarfjall kl. 9.00 og til baka kl.12:15.
Stefnan er tekin á útivistardag í Hlíðarfjalli fimmtudaginn 13. febrúar. Samkvæmt veðurspá verður talsvert frost þennan dag en úrkomulaust og mjög hægur vindur. Þar sem veður eru válynd munum við taka stöðuna snemma á fimmtudagsmorgni og setja upplýsingar á heimasíðuna eins fljótt og auðið er, um hvort farið verður í fjallið eða ekki. Færslunni verður deilt á facebooksíðu skólans og einnig verður sendur tölvupóstur til foreldra. Mikilvægt er að klæða sig eftir veðri og taka með gott nesti.
Miðvikudaginn 12. febrúar verður opið hús fyrir foreldra sem hefja nám í 1. bekk haustið 2020 frá klukkan 9:00-11:00. Stjórnendur munu taka á móti gestum á þessum tíma, spjalla um skólann og sýna húsakynnin. Vinsamlegast gangið inn frá Grenivöllum og gerið vart við ykkur hjá ritara. Allir velkomnir.
Mentor hefur gefið út notendahandbók sem ætluð er aðstandendum sem nota kerfið til að fylgjast með skólastarfi og hægt er að nálgast hana með því að fara í Foreldrar > Hagnýtt efni > Mentor.
Um síðustu helgi stigu nemendur skólans á svið og sýnu afrakstur æfinga síðustu vikna. Fullt hús var á öllum þremur sýningunum og kaffihlaðborð foreldrafélagsins sviganði undan kræsingum af vanda. Við erum afskaplega stolt af börnunum og eiga þau hrós skilið fyrir frábæra skemmtun.
Hægt er að skoða myndir frá sýningunum með því að smella á hlekkina hér að neðan:
Nú ganga ýmsar pestir og margir fjarverandi úr skóla þess vegna. Við hvetjum alla til að huga vel að heilsu sinni, fara ekki of snemma af stað og gera allt sem hægt er til að koma í veg fyrir smit. Finna má gagnlegar upplýsingar á vef landlæknisembættis varðandi t.d. inflúensu sem nú hefur greinst á Akureyri.
Þar sem margir veikjast á þessu tímabili biðjum við ykkur líka að tilkynna veikindi barna daglega, auðvelt er að gera það í gegnum mentor og þar hægt að skrá einn eða tvo daga í einu.
Hjúkrunarfræðingur mælir með vatnsdrykkju og minnir á mikilvægi á inntöku D vítamíns.
Árshátíð nemenda Oddeyrarskóla verður haldin í lok janúar. Undirbúningur er í fullum gangi en það hefur m.a. áhrif á íþróttakennslu en íþróttasalurinn er undirlagður fyrir æfingar vikuna fyrir árshátíð og þá þarf ekki að koma með íþróttaföt.
Föstudaginn 24. janúar er tvöfaldur skóladagur eins og fram kemur á skóladagatali. Nemendur mæta í skólann á venjulegum tíma en þennan dag verður kennsla ásamt því sem allir árgangar sýna sín árshátíðaratriði og allir fá að horfa á atriðin hjá hinum. Skóla lýkur klukkan 14:15 hjá öllum nemendum þennan dag en Frístund er að venju opin til kl. 16:15.
Á laugadag eru foreldrasýningar ásamt glæsilegu kaffihlaðborði foreldrafélagsins sem er í boði milli sýninga. Sýningarnar eru þrjár svo rýmra sé um gesti í salnum. Ekkert kostar inn á sýningarnar en það kostar 1000 kr. fyrir fullorðna og 500 kr. fyrir börn á skólaaldri á kaffihlaðborðið. Nemendur 10. bekkjar eru með stærsta atriðið eins og hefð er fyrir en leikstjóri er Ívar Helgason. Árshátíðaratriði bekkjar eru sem hér segir:
Klukkan 11:00 sýna 1., 3., 8. og 10. bekkur
Klukkan 13:00 sýna 2., 4., 6. og 10. bekkur
Klukkan 15:00 sýna 5., 7., 9. og 10. bekkur
Nemendur mæta til umsjónarkennara áður en sýning hefst (nánari upplýsingar hjá hverjum umsjónarkennara) og dvelja með kennara þar til sýningu lýkur. Eftir það eru þeir á ábyrgð foreldra. Við biðjum gesti um að sýna tillitsemi á sýningum og vera ekki með óþarfa ráp.
Mánudaginn 27. janúar er frí í skólanum vegna viðveru nemenda og starfsfólks á laugardeginum. Föstudaginn 31. janúar er árshátíðarball unglingastigs frá kl. 20:30-23:30.
Þessi vefur notar vafrakökur (cookies) til að tryggja sem besta upplifun þegar hann er skoðaður. Þessi borði hverfur þegar þú samþykkir eða hafna notkun. Þú getur breytt stillingum á kökum hvenær sem er.
Nauðsynlegar kökur
Always active
Nauðsynlegar kökur tryggja eðlilega virkni og öryggi tenginga.
Preferences
The technical storage or access is necessary for the legitimate purpose of storing preferences that are not requested by the subscriber or user.
Tölfræðikökur
The technical storage or access that is used exclusively for statistical purposes.Tölfræðikökur þessar kökur aðstoða aðstandendur vefsvæðisins að skilja hvernig notendur upp til hópa haga sér á vefsvæðinu.
Markaðskökur
Markaðskökur eru notaðar til að fylgja notendum milli vefsvæða. Markmið þeirra er fyrst og fremst að sýna notendum auglýsingaefni sem líklega hefur vægi fyrir notendann.