Nú er starfsáætlun skólans fyrir skólaárið 2014-2015 komin á heimasíðuna. Hún er vistuð undir tenglinum „starfshættir“. Við hvetjum foreldra til að kynna sér hana, enda geymir hún margar gagnlegar upplýsingar um skólastarfið.
Category Archives: Fréttir og tilkynningar
Nemendum haldið inni í dag vegna mengunar
Þar sem loftgæði mælast óholl á Akureyri í dag vegna eldgossins í Holuhrauni verður nemendum haldið inni í frímínútum. Við förum samkvæmt ráðleggingum umhverfisstofnunar, lokum gluggum og slökkvum á loftræstingu í skólanum.
Brynja Sif Skúladóttir heimsótti nemendur á miðstigi
Rithöfundurinn Brynja Sif Skúladóttir heimsótti á dögunum nemendur á miðstigi Oddeyrarskóla. Í heimsókninni ræddi hún um sköpun ævintýra og las fyrir nemendur úr nýjustu bók sinni Nikký og baráttan um bergmálstréð.
Fyrir heimsóknina hafði Brynja Sif útbúið verkefni sem miðar að því að efla ímyndunarafl nemenda. Verkiefnið kallast „Ævintýrið í mér – veistu hvað þú getur?“ Krakkarnir á miðstigi unnu verkefnið og virtust þeir hafa bæði mikið gagn og gaman af heimsókn Brynju Sifjar.
Sjónvarspsstöðin N4 fylgdi Brynju Sif í heimsóknina og ef smellt er á eftirfarandi slóð má sjá myndbrot úr heimsókninni og viðtal við Brynju Sif: http://www.n4.is/is/thaettir/file/ny-barnabok-fra-brynju-sif
Skipulagsdagur og haustfrí nemenda.
Minnum á að 23. okt. er skipulagsdagur og þá er frí hjá nemendum. Föstudaginn 24. okt. og mánudaginn 27. okt. er haustfrí hjá nemendum og því enginn skóli þessa daga.
Vonum að allir hafi það gott í haustfríinu og komi endurnærðir til baka þriðjudaginn 28. okt.
Böll fyrir yngsta og miðstig í Oddeyrarskóla.
Í dag mánud. 20. okt. verða haldin böll fyrir yngsta og miðstigið.
Ballið fyrir 1.-4. bekk verður kl. 17:00-18:30 og fyrir 5.-7. b. kl.18:30-20:00.
Búningaþema verður og veitt verðlaun fyrir flottasta búninginn. Sjoppan opin.
Aðgangseyrir er kr. 500.- og fer ágóðinn í söfnun fyrir kaup á íþróttatreyjum fyrir skólann.
Með bestu kveðju og von um að sjá sem flesta
Nemendaráð Oddeyrarskóla
Aðalfundur foreldrafélagsins í kvöld
Mi
nnum á að aðalfundur foreldrafélagsins verður haldinn í kvöld (fimmtudag) kl. 20:00 í matsal skólans. Hvetjum alla til að mæta 🙂
Heilsuvika
Vikuna 6.-10. október stóð heilsunefnd Oddeyrarskóla fyrir heilsuviku fyrir starfsmenn. Lögð var áhersla á bæði líkamlega og andlega heilsu og var ýmislegt gert til að stuðla að góðri alhliða heilsu starfsmanna. Starfsmenn tóku þátt í heilsubingói en þar þurfti fólk að framkvæma ýmsa hreyfingu eins og að hlaupa/ganga upp kirkjutröppurnar, fara í sund, hlægja, sippa og fara í planka. Kaffistofan var mjög lífleg þessa viku þar sem fólk notaði kaffitímana sína til að framkvæma ýmislegt af spjaldinu sínu. Á mánudeginum var farið í vikulega göngu með gönguklúbb Oddeyrarskóla. Á þriðjudeginum voru grinilegir ávaxtabakkar í boði í kaffitímanum og á miðvikudeginum fengum við Hildi Eir til að koma og tala um andlega vellíðan á starfsmannafundi. Á þeim fundi var boðið upp á græn heilsuskot og heimalagaðar hollustukúlur. Á fimmtudeginum fengum við Evu Reykjalín Zumbadrottningu til að koma og vera með zumbatíma í salnum okkar. Heilsuvikunni var svo lokað með með að dregið var út eitt bingóspjald og fékk eigandi þess fallega heilsukörfu í verðlaun. Þessi vika var sérlega skemmtileg og starfsfólk skólans tók virkan þátt í þeim uppákomum sem boðið var upp á. Fleiri myndir má sjá á myndasíðu skólans.
ADHD – Norðurland: Kynningarfundur 14. október 2014
ADHD samtökin á Norðurlandi eru með kynningarfund á starfsemi sinni 14. október kl. 20:00. Fundurinn er ætluðum foreldrum barna með athyglisbrest, ofvirkni og skyldar raskanir.
Fundurinn er haldinn í sal Ökuskólans á Akureyri, Sunnuhlíð.
Nánari dagskrá fundarins má finna hér.
Skemmtilegur fjölgreindardagur
Í dag var fjölgreindardagur hjá okkur í Oddeyrarskóla. Nemendur fóru á átján ólíkar stöðvar sem reyndu á ólíkar greindir og hæfileika. Meðal stöðva voru Yatsy, afrísk tónlist, sögugerð, taktur og margt fleira. Nemendur voru í aldursblönduðum hópum þar sem tekið var tillit til vinapara innan vinabekkja. Elstu nemendurnir stóðu sig frábærlega sem hópstjórar þar sem þeir leiddu hópana milli stöðva og gættu yngri nemenda í kaffi- og matartíma. Krakkarnir virtust virkilega ánægðir með daginn og erum við starfsfólkið það sannarlega líka.






