Á morgun, föstudaginn 6. apríl, er hinn svokallaði blái dagur. Við hvetjum nemendur og stafsfólk til að klæðast bláu þennan dag og vekja þannig athygli á góðum málstað.
Markmið með bláum apríl er að auka vitund og þekkingu almennings á einhverfu.
Nokkrir áhugaverðir punktar um einhverfu:
- Einhverfa er meðfædd og því fötlun en ekki sjúkdómur
- Einhverfa er röskun í taugaþroska og einkennin koma venjulega í ljós fyrir þriggja ára aldur
- Einkennin birtast helst í skertri getu til að tjá sig, félagslegu samspili og áráttukenndri hegðun
- 1 af hverju 68 barni fæðist með röskun á einhverfurófi (1,5%) skv. nýjum erlendum rannsóknum
- Drengir eru 4-5 sinnum líklegri til að fá einhverfugreiningu en stúlkur
- Það skiptir sköpum að börn með einhverfu fái greiningu og viðeigandi aðstoð sem allra fyrst
- Engin tengsl eru milli bólusetninga og einhverfu (hefur verið margafsannað af vísindasamfélaginu)
- Birtingarmyndir einhverfu eru margar og birtast aldrei alveg eins hjá hverjum og einum
- Einhverfir hafa ótalmargt fram að færa og hafa sína styrkleika – eins og allir aðrir
Nánari upplýsingar og fræðsluefni má nálgast á http://www.blarapril.is/