Þessi flotti hópur úr 1. og 2. bekk fóru með smiðjukennaranum sínum, henni Freydísi, í gönguferð niður í fjöru. Á vegi þeirra varð töluvert magn af rusli. Að sjálfsögðu lögðu þau sitt af mörkum til að fegra bæinn okkar og fjöruna með því að tína það upp sem á vegi þeirra varð.
Author Archive: Maggi
Öskudagsball
ÖMánudaginn 4. mars halda nemendur í 10. bekk öskudagsball í Oddeyrarskóla.
Böllin eru liður í fjáröflun fyrir skólaferðalag.
Allir nemendur eru velkomnir í sínum búningum.
Ball fyrir 1. – 4. bekk verður 17:00 – 18:30
Ball fyrir 5. – 7. bekk verður 19:00 – 20:30
Það kostar 500 kr. inn á ballið og það verður sjoppa á staðnum.
Nemendur í 10. bekk
Nýr salatbar tekinn í notkun
Í dögunum tókum við í notkun nýjan salatbar í Oddeyrarskóla. Þetta er mikið fagnaðarefni þar sem möguleikar okkar aukast á að bjóða upp á fjölbreyttan og hollan mat fyrir nemendur og starfsfólk. Við erum afar ánægð með þessa nýjung. Á myndinni má sjá þær Ágústu og Mörtu starfsmenn eldhúss og tvo nemendur í 3. bekk.
ATH: Skíðadagur á föstudag
Það er góð spá fyrir morgundaginn og því gerum við enn eina tilraun til að fara í fjallið. Skipulag með sama sniði og upphaflega var áætlað.
Skíðadegi frestað aftur
Það er hvasst í Hlíðarfjalli og vegurinn ófær. Ekki næst að opna fyrir okkur. Enn er því frestun á skíðadegi.
Skíðadegi frestað til miðvikudags
Veðurútlitið er ekki gott í Hlíðarfjalli í fyrramálið og því frestum við skíðadeginum okkar fram á miðvikudag.
Lestrarátak Ævars vísindamanns
Nú stendur yfir lestarátak Ævars vísindamanns, sem lýkur 1. mars og hvetjum við nemendur til að taka þátt. Af því tilefni verður bóksafn skólans opið frá 16:30-18:00 fimmtudagana 14. og 21. febrúar næstkomandi. Boðið verður upp á djús og kaffi og starfsmenn verða til taks að aðstoða við val á bókum. Viljum við hvetja nemendur og foreldra ti lað koma á á safnið og fá sér bækur til að lesa saman á síðustu dögum átaksins.
Skólaval – innritun nemenda í 1. bekk grunnskóla 2019.
Í febrúarmánuði fer fram innritun nemenda sem hefja nám í 1. bekk í grunnskólum Akureyrar haustið 2019.
Í tengslum við innritun nemenda verður Oddeyrarskóli með opið hús miðvikudaginn 13. febrúar kl. 9:00 – 11:00 og eru foreldrar hvattir til að koma og kynna sér skólann.
Skila þarf inn umsókn á heimasíðu Akureyrarbæjar.
Á heimasíðu fræðslusviðs, má finna allar upplýsingar um skólaval á Akureyri.
Fræðslufundur fyrir foreldra
Annað kvöld stendur Heilsueflingarnefnd Oddeyrarskóla fyrir fræðslufundi fyrir foreldra barnanna í skólanum um geðheilbrigði barna.
Eyrún Kristína Gunnarsdóttir sálfræðingur og Guðbjörg Ingimundardóttir félags- og PMTO ráðgjafi verða með erindi á fundinum.
Vinsamlegast lesið auglýsinguna á eftirfarandi hlekk og merkið við hvort þið komið eða ekki.
Stýrihópur um heilsueflandi grunnskóla
Skíðadagur verður 12. febrúar
Skíðaferð nemenda og starfsmanna Oddeyrarskóla verður þriðjudaginn 12. febrúar (en ekki 7. febrúar eins og fram koma á skóladagatali).
Foreldrar og forráðamenn fá nánari upplýsingar um skíðadaginn í næstu viku og verður þá einnig gengið frá skráningu á lánsbúnaði fyrir nemendur í 4. – 10. bekk.