Nemendur 7. bekkjar hæstánægðir með Reykjaferð

Dagana 25.-29. ágúst var 7. bekkur í Oddeyrarskóla í skólabúðum að Reykjum í Hrútafirði ásamt nemendum frá Patreksfirði, Bolungarvík, Ísafirði, Flateyri og Súðavík.

Hópnum var skipt í þrennt og voru hóparnir saman í dagskrá megnið af deginum. Margt skemmtilegt var í boði fyrir krakkana. Þeir fóru m.a. á byggðasafnið, í náttúruskoðun, lærðu eitt og annað um fjármál og  fóru í íþróttir og sund auk þess að fara í heimsókn á sveitabæ og fræðast um Grettissögu. Haldin voru alls konar mót og átti Oddeyrarskóli þrjú efstu sætin í borðtenniskeppninni en það var Róbert Máni Hafberg sem hampaði sigrinum, í öðru sæti var Lárus Ingi Antonsson og Heiðar Gauti Jóhannsson í því þriðja. Einnig áttum við sigurvegara í hárgreiðslukeppninni, en það var Hinrik Örn Halldórsson sem var valinn með flottustu hárgreiðslu vikunnar. Á kvöldin voru kvöldvökur þar sem börnin stýrðu sjálf skemmtiatriðum og tókst það mjög vel hjá þeim. Einnig voru kennarar með söngatriði og komu raddlausir heim 🙂

Ferðin gekk vel í alla staði og fengu nemendur Oddeyrarskóla mikið hrós fyrir dugnað, kurteisi og góða umgengni. Þetta var dýrmæt reynsla fyrir okkur öll. Börnin lærðu margt og kynntust hvert öðru betur og allir eignuðust nýja vini. Þessir dagar munu án efa lifa lengi í minningunni.

 

Byrjendalæsi í 1. og 2. bekk: Kóngulóarþema

KóngulóKónguló21. og 2. bekkur hafa verið að vinna með stafinn K og kóngulóarþema undanarna daga. Börnin eru búin að fara í gönguferð og veiða kóngulær sem þau skoðuðu á stækkunarskjá. Svo hafa þau krítað, málað, leirað og skrifað K og/eða orðið kónguló, fundið orð með K-i í, ofið og búið til kóngulóarbók. Þau fóru líka út og máluðu svartan grunn sem þau breyttu síðan í risakónguló sem var hengd upp á vegg og á hana er verið aðsafna K-orðum. Allir hafa verið áhugasamir og tekið virkan þátt í verkefnunum 🙂

Myndir eru á myndasíðu skólans.

Reglur um hjólanotkun í Oddeyrarskóla

hjólareglur

Munum að nota hjálma á hjólum!

1. Nemendur mega koma á hjóli í skólann frá og með vorönn í 2. bekk.

2. Nemandi sem kemur á hjóli í skólann gerir það á ábyrgð foreldra/forráðamanna sem skulu meta færni og getu nemandans sem og aðstæður til að hjóla í skólann.

3. Algjört skilyrði er að nota viðeigandi öryggisbúnað.

4. Ekki má nota reiðhjól í frímínútum eða meðan á skólastarfi og frístundargæslu stendur. Við brot á þessari reglu má skólinn kyrrsetja hjól og skal foreldri/forráðamaður þá sækja hjólið.

5. Þegar komið er á hjóli í skólann á að geyma hjól læst á skólalóðinni í eða við hjólagrindur. Skólinn ber enga ábyrgð á hjólum. Þjófnað eða skemmdarverk getur viðkomandi kært til lögreglu.

Endurmenntunardagar kennara

Kennarar á tækninámskeiði

Kennarar á tækninámskeiði

Þessa dagana eru kennarar í endumenntun. Þeir hafa m.a. sótt námskeið í byrjendalæsi, Numicon, ritun, tæknimálum og um nemendur með sérþarfir. Starfsdagar kennara hefjast síðan á föstudag og við hlökkum til að taka á móti nemendum okkar fimmtudaginn 21. ágúst.

Skólasetning haustið 2014

Nú styttist í að nýtt skólaár hefjist hér í Oddeyrarskóla.

Stjórnendur eru komnir til starfa til að undirbúa skólaárið og er foreldrum því velkomið að hafa samband við skólann ef einhverjar spurningar eru. Skólinn verður settur fimmtudaginn 21. ágúst. Fyrst er stutt samvera á sal skólans og síðan fara nemendur í kennslustofur sínar og hitta umsjónarkennara.

Tímasetningar:

9:00 – 1. – 4. bekkur

10:00 – 5. – 10. bekkur

 

Námsgögn fyrir skólaárið 2014-2015

skóladótHér á heimasíðunni má finna innkaupalista fyrir nemendur í 5. – 10. bekk en að vanda býðst nemendum 1. – 4. bekkjar að vera með í sameiginlegum innkaupum á námsgögnum sem deildarstjóri heldur utan um. Í þessu felast innkaup á stílabókum, möppum, gámum o.þ.h. Foreldrar borga efnisgjald sem gildir fyrir allan veturinn.

Nemendur í 1. – 4. bekk þurfa því eingöngu að hafa liti í töskunni sinni og aðgang að ritföngum heima. Þetta fyrirkomulag hefur reynst okkur mjög vel, þar sem kennarar passa þá sjálfir að nýjar stílabækur séu til þegar á þarf að halda. Ef afgangur hefur orðið af efniskaupagjaldi hafa kennarar notað hann til að kaupa einhver gögn fyrir bekkinn, t.d. sameiginleg spil eða annað. Upphæðin er 3.500 kr. og má leggja inn á reikning og setja nafn barns sem skýringu. Kennitalan er 450908-2580 og banka- og reikningsnúmer 0302-13-110242.

Ef einhverjir vilja ekki vera með í þessu kerfi, heldur kaupa inn sjálfir, fá þeir nákvæmari innkaupalista hjá kennurum í haust. 

Vorskýrsla Oddeyrarskóla

Nú er Vorskýrsla Oddeyrarskóla komin á vefinn, en hún er vistuð undir flipanum starfshættir. Þessi skýrsla er yfirgripsmikil og ætti að gefa góða mynd af skólastarfinu í Oddeyrarskóla og er einnig leitast við að leggja mat á það. Út frá matinu hafa stjórnendur unnið að umbótaáætlun sem kynnt verður starfsfólki í ágúst 2014.

Hlaupið til styrktar UNICEF

UnicefÍ liðinni viku lögðum við inn þá peninga sem söfnuðust i UNICEF- hreyfingunni („apahlaupinu“) í Oddeyrarskóla núna í júní.  Hlaupið er til styrktar UNICEF sem er Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna.

Á heimasíðu UNICEF stendur meðal annars:

„Söfnunarfé UNICEF-hreyfingarinnar rennur í alþjóðlegan sjóð UNICEF, sem nýtir fjármunina í þeim samstarfslöndum þar sem þörfin er mest hverju sinni. Framlag skólans mun því renna til verkefna UNICEF um allan heim, hvort sem það verður til heilsugæslu, menntunar, verndar barna eða annars. Samvinna skólans, nemenda og grenndarsamfélags styður þannig þau börn sem líða skort vegna fátæktar,þjást af sjúkdómum og heilsuleysi eða eru fórnarlömb stríðsátaka eða náttúruhamfara“.

Nemendur í Oddeyrarskóla söfnuðu um 170.000 kr. fyrir hlaupið.

Skrifstofa UNICEF á Íslandi þakkar nemendum Oddeyrarskóla og aðstandendum þeirra innilega fyrir stuðninginn!

Skólaslit

Skólaslit verða í dag, föstudaginn 6. júní.

Skólaslit 1. – 7. bekkjar verða kl. 12:30 og skólaslit 8. – 10. bekkjar verða kl. 17:00.

Við bjóðum foreldra hjartanlega velkomna!