Heimsókn á Minjasafn

6. bekkur fór í frábæra heimsókn á Minjasafnið á dögunum. Þar fræddust við um matarmenningu Íslendinga fyrr á öldum, hlustuðum á sögur og fleira skemmtilegt. Veðrið lék við okkur þennan dag og nutum við útiverunnar á leið til baka í skólann.

IMG_3036IMG_3057

Þjálfunarefni fyrir unga lestrarhesta

kids-school-computerNú er komið efni á heimasíðuna til að þjálfa nefnuhraða og lestur hjá yngstu nemendunum. Þar eru t.d. 150 algengustu íslensku orðin í glærukynningu sem má fletta og láta börnin spreyta sig á (einnig skipt niður í minni einingar). Þá er einnig tengill á heimasíðu Laugarnesskóla með myndböndum sem þjálfa stærðfræði hjá yngsta aldurshópi grunnskólans. Þetta má allt finna á neðsta tenglinum hér til vinstri, þjálfunarefni fyrir nemendur.

Oddeyrarskóli hampaði 3. sæti í skólahreysti

Skólahreysti logoÍ dag var Akureyrarkeppnin haldin í Skólahreysti. Keppt var í upphífingum, armbeygjum, dýfum, hreystigreyp og hraðabraut. Fulltrúar Oddeyrarskóla sem voru valdir í undankeppni innan skólans fyrir nokkru voru Egill 9. bekk, Alexander Ívan 10. bekk, Ágústa Jenný 8. bekk og Birta 8. bekk. Varamenn voru Don 9. bekk og Tara 10. bekk. Hópurinn stóð sig frábærlega og náði 3. sætinu af 8 skólum.

Við óskum þeim innilega til hamingju með góðan árangur!

 

Vetrarfrí framundan

Nú eru nemenda- og foreldraviðtölin afstaðin. Nú skundum við í vetrarfrí  fram yfir helgi. Við vonum að nemendur njóti allir frísins og komi endurnærðir í skólann mánudaginn 10. mars.

Þrumugleði hjá 6. bekk

 

Nemendur í 6. bekk héldu þrumugleði í tilefni þess að safnast hafði áttföld bekkjarstærð af þrumum. Í þetta sinn varð leikjatími fyrir valinu og mátti þá koma með tölvur og tæki að heiman til að leika með. Einnig á skólinn nokkuð gott safn af tólum og tækjum sem hægt var að grípa í. Við tengdum leikjatölvu við skjávarpa svo hægt væri að spila skemmtilega íþróttaleiki á risastórum skjá. Meðal þess sem keppt var í var keila og borðtennis.

 

 

IMG_20140213_132055 IMG_20140213_132101 IMG_20140213_132114

Kynning á Strumpaþema hjá 4. bekk

IMG_4957Í dag kynntu nemendur í 4. bekk afrakstur vinnu sinnar síðastliðinna þriggja vikna um Strumpana í byrjendalæsinu. Vinnan fólst í allskyns málfræðiæfingum, sögugerð o.fl. Einnig útbjuggu nemendur sérstakan lestrarsvepp sem ætlaður er sem afdrep til lestrar og saumuðu hvert sinn strump. Myndir frá verkefninu og kynningunni eru komnar á myndasíðu skólans.

Opnanir í félagsmiðstöðinni Tróju

  • Félagsmiðstöðin Trója_logoMánudaga 19:30-21:30 í Tróju.
  • Þriðjudaga 19:30-21:30 í Naustaskóla.
  • Miðvikudaga 19:30-21:30 í Tróju.
  • Alla fimmtudaga er opið eingöngu fyrir 7. bekkinga í Tróju.
  • Á fimmtudagskvöldum er klúbbakvöld (stelpu- og strákaklúbbar) frá klukkan 19:30 til 21:30.
  • Engin sérstök dagopnun er í gangi en unglingar eru alltaf velkomnir í Tróju svo framalega sem starfsmaður er á svæðinu.
  • Fyrsta miðvikudag í mánuði er opnun fyrir 5.-7. bekk í Tróju og annan miðvikudag í mánuði fyrir sama aldurshóp í Naustaskóla.

Frammistöðumat og skráning viðtalstíma

Opnað hefur verið fyrir frammistöðumat í Mentor þar sem nemendur meta valda þætti í skólastarfinu með aðstoð foreldra. Ljúka þarf við matið í síðasta lagi fimmtudaginn 27. febrúar. Kennarar vinna síðan úr því föstudaginn 28. febrúar. Foreldrar þurfa einnig að velja sér tíma fyrir foreldraviðtöl sem verða mánudaginn 3. og þriðjudaginn 4. mars. Vinsamlegast skráið tíma á Mentor fyrir fimmtudaginn 27. febrúar.

Oddeyrarskólapeysur – seinni pöntunardagur í dag!

Í dag er seinni pöntunardagur á hettupeysum merkum skólanum,

Peysurnar munu kosta 4.500.- og verður hægt að máta og borga fyrir þær í dag (síðasti séns) kl. 16-17:30 (ath. breyttur tími)  í skólanum í stofu 101 – Stapa. Gengið er inn að vestan hjá íþróttahúsinu. Nauðsynlegt er að greiða fyrir peysurnar um leið og þær eru pantaðar. Peysurnar eru í barnastærðum frá 7-13 ára og svo fullorðinsstærðum S, M, L, XL, og 2XL. Fimm litir verða í boði í hvorum stærðarflokki.