Farið í Hlíðarfjall á morgun

HHlidarfjall_16april08_2öfum nú fengið staðfestingu frá Hlíðarfjalli að við getum farið á skíði á morgun, mánudag. Því þurfa allir að vera búnir undir það á morgun.

Vonum að dagurinn verði hinn allra besti eftir alla þessa bið 🙂

 

Starfsmenn ÍSÍ færa Oddeyrarskóla verðlaun fyrir árangur í Lífshlaupinu 2017

Lífshlaupið_verðlaunÍ síðustu viku komu tveir vaskir menn frá ÍSÍ, þeir Ingi Þór Ágústsson og Viðar Sigurjónsson, færandi hendi þegar þeir afhentu starfsfólki Oddeyrarskóla þrjá verðlaunaplatta fyrir árangur í Lífshlaupinu.

Stærsti plattinn var fyrir árangur nemenda Oddeyrarskóla í Lífshlaupinu. Nemendur voru með hæsta hlutfall hreyfidaga fyrir skóla með 90-299 nemendur. Nemendur hreyfðu sig 8,98 daga að jafnaði og var þátttökuhlutfall þeirra 98%. Algjörlega frábær frammistaða hjá nemendum Oddeyrarskóla sem eru að taka þátt í lífshlaupinu í fyrsta sinn!

Tveir minni plattarnir voru fyrir frammistöðu starsfmanna í vinnustaðakeppni Lífshlaupsins, en starfsmenn hlutu 2. sæti fyrir hlutfall hreyfidaga og 3. sætið fyrir hlutfall hreyfimínútna. Virkilega góð frammistaða hjá starfsfólki skólans og að sjálfsögðu er stefnt að sigri á næsta ári!

Á sama tíma færðu þeir félagar nemendum 1. bekkjar kókómjólk sem þeir sigruðu í útdráttarleik lífshlaupsins.

Nemendur 1. bekkjar fá gefins húfur og armbönd sem minna á að við leggjum ekki í einelti

hufur_gegn einelti gegn einelti_húfurAð undanförnu hafa nemendur í 1. bekk verið að lesa og vinna með efni bókarinnar og myndarinnar Litla lirfan ljóta eftir Friðrik Erlingsson. Af þeirri fallegu sögu má læra margt, t.d. að dæma ekki aðra af útlitinu og að maður eigi ekki að leggja aðra í einelti. Krakkarnir í 1. bekk voru alveg með það á hreinu hver boðskapur sögunnar er.

Því þótti vel við hæfi að nota þetta tækifæri til að gefa börnunum í 1. bekk húfur frá skólanum sem þær Linda Óladóttir og Hafdís Bjarnadóttir, kennarar við skólann, prjónuðu af stakri snilld. Húfurnar eru allar ólíkar, í ólíkum litum og með ólík mynstur til marks um það að við erum öll ólík og hver og einn er einstakur. Á öllum húfunum stendur GEGN EINELTI. Við þökkum Hafdísi og Lindu innilega fyrir frábært framtak!

Um leið fengu nemendur bekkjarins afhent armbönd frá skólanum, eins og eldri nemendur hafa nú þegar fengið. Á armböndunum eru rituð einkunnarorð skólans, ÁBYRGÐ-VIRÐING-VINÁTTA og staðhæfingin „Ég legg ekki í einelti“. Nemendur eru hvattir til að bera armböndin til að minna sig og aðra á að viðhafa alltaf falleg samskipti.

Það er von okkar að þessir frábæru krakkar í 1. bekk og allir aðrir nemendur skólans muni ávallt eftir því að allir eru einstakir og að við virðum ólíka einstaklinga.

Skíðadagur Oddeyrarskóla á morgun

Hlidarfjall_16april08_2Á morgun, miðvikudag, verður skíðadagur hjá okkur í Oddeyrarskóla. Í þessu bréfi eru allar nánari upplýsingar. Ekki hika við að hafa samband við skólann ef spurningar vakna.

Veðurspáin er góð og ekki ástæða til annars en að hlakka til 🙂

 

Nemendur Oddeyrarskóla sigruðu Lífshlaupið!

L_fshlaupi_Nemendur Oddeyrarskóla tóku nú þátt í Lífshlaupinu í fyrsta sinn og stóðu sig frábærlega. Þau gerðu sér lítið fyrir og sigruðu sinn stærðarflokk af skóla (90-299 nem.) Hreyfimínútur nemenda skólans voru samtals 227.568 og voru það nemendur 3. bekkjar sem hreyfðu sig hlutfallslega mest.

Hér má sjá nánari upplýsingar um úrslit keppninnar. M.a. má sjá hve mikið vægi ólíkra tegunda hreyfingar var, en flestar hreyfimínútur voru ganga, næstflestar voru í knattspyrnu og þriðji stærsti flokkurinn var sund.

Við óskum nemendum skólans og foreldrum þeirra innilega til hamingju með sigurinn!

Óhætt er að segja að þetta sé hin fullkomna byrjun á innleiðingu á heilsueflandi grunnskóla, en hreyfing er einmitt áhersluþáttur okkar þetta skólaárið.

Til gamans má geta að starfsmenn Oddeyrarskóla stóðu sig líka vel í vinnustaðakeppninni. Þeir lentu í 2. sæti í sínum stærðarflokki á landsvísu. Starfsmenn áttu jafnframt í verulega harðri samkeppni við Fræðslusvið Akureyrarbæjar í bæjarkeppninni en tókst með naumindum að bera sigur úr býtum. Munum við því varðveita Lífshlaupsbikar Akureyrarbæjar annað árið í röð! Áfram Oddó!

Fulltrúar Oddeyrarskóla í lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar

stóra upplestrarkeppnin_fulltrúarFöstudaginn 24. febrúar voru fulltrúar Oddeyrarskóla fyrir lokahátíð stóru upplestrarkeppninnar valdir. Krakkarnir í 7. bekk höfðu greinilega lagt alúð í undirbúninginn og þótti dómnefndinni valið afar erfitt, þar sem margir þóttu mjög frambærilegir. Metnaðurinn skein úr hverju andliti!

Fulltrúar Oddeyrarskóla þetta árið verða Matiss Leo Meckl og Ólöf Jónsdóttir. Varamaður verður Katla Tryggvadóttir.

Nemendur lásu textabrot úr sögunni Flugan sem stöðvaði stríðið eftir Bryndísi Björgvinsdóttur og tvö ljóð, hið fyrra eftir Guðmund Böðvarsson og hið síðara sjálfvalið. Þetta er líkt fyrirkomulag og verður á lokahátíðinni, sem haldin verður í Kvosinni í MA miðvikudaginn 29. mars.

Nemendur og starfsfólk Oddeyrarskóla

húfugjöfOddeyrarskóli gefur húfur til Rauða krossinsSíðastliðið vor var haldin góðverkavika í Oddeyrarskóla. Þá hófst vinna við að prjóna húfur til að senda bágstöddum í gegnum Rauða kross Íslands. Áhrifa góðvekravikunnar gætir enn, því nú hafa nemendur og starfsfólk skólans sameinast um að prjóna fjölmargar litríkar og fallegar húfur sem voru afhentar Rauða krossinum í vikunni. Á meðfylgjandi mynd má sjá þær Hafrúnu Steingrímsdóttur og Köru Líf Antonsdóttur með Hafsteini Jakobssyni deildarstjóra hjá Rauða krossinum við Eyjafjörð. Hafsteinn sendir nemendum og starfsfólki bestu þakklætiskveðjur!

Oddeyrarskóli tekur þátt í Lífshlaupinu – stefnt er að sigri!

IMG_4873

Nokkrir nemendur skelltu sér í planka á miðri leið

20170209_091936 (1)

Nemendur 3. og 4. bekkjar í gönguferð.

Nemendur og starfsmenn Oddeyrarskóla taka þátt í Lífshlaupinu með tvö lið, annars vegar með skólalið og hins vegar vinnustaðalið. Gríðarlegur kraftur er í öllum og er allt kapp í að hampa sigri. Keppinautarnir eru afar harðsnúnir og þurfum við að halda mjög vel á spöðunum til að sigra. En við getum það!

Í gær fóru allir nemendur Oddeyrarskóla í góðan göngutúr um bæinn og söfnuðu mörgum hreyfimínútum. Nemendur planka, dansa, hlaupa og gera armbeygjur við ýmis tækifæri. Svo skrá þeir allar íþróttaæfingar og aðra hreyfingu sem þeir stunda. Sumir bjóða mömmu eða pabba með sér í göngutúr til að fjölga hreyfimínútum. Virkilega vel gert hjá þeim!

Starfsmenn hafa verið að spila saman blak, fara í jóga og kvöldgöngur utan við aðra hreyfingu hvers og eins. Í vikunni var Bjarki íþróttakennari með fræðslu fyrir starfsfólk um almennt gildi hreyfingar og höfðum við gagn og gaman af.

Skíðadegi frestað – aftur

Enn á ný verðum við að fresta skíðadegi, spáin er ekki spennandi fyrir fimmtudag og auk þess er ein lyftan biluð. Stefnt er að næstu tilraun til skíðadags fimmtudaginn 16. febrúar. Langtímaspáin er góð þann dag. Nú er bara að vona að hún standist!