Nauðsynlegt er að rýna í með reglulegum hætti í skólastarfið og meta hvað vel er gert og hvað megi bæta. Mikilvægt er að gefa nemendum tækifæri til að koma að matinu á lýðræðislegan hátt. Í þessari viku stendur því til að kalla nemendur á skólaþing þar sem þeir eru beðnir um að rýna í ákveðna þætti skólastarfsins. Nemendur á öllum stigum taka þátt í skólaþinginu, en misjafnt er hvernig þingið er framkvæmt á hverju stigi fyrir sig.
Þeir þættir sem eru til umfjöllunar eru m.a. bóklegt nám, smiðjur, hádegismaturinn, íþróttatímar, uppbrotsdagar, samskipti, hvernig stuðlað er að bættum námsárangri og hvernig stuðlað er að gleði í skólastarfinu. Kallað er eftir skoðun nemenda á því sem vel er gert, hvað megi mæta og hvernig.