Starfsfólk Oddeyrarskóla óskar nemendum, foreldrum og öðrum velunnurum skólans gleðilegar jólahátíðar og farsældar á komandi ár með þökk fyrir gott samstarf á árinu sem er að líða.

Ágætu foreldrar og forráðamenn.
Tekin hefur verið ákvörðun að um næstu áramót bjóðist eftirfarandi foreldrahópum afsláttur í frístund, einstæðum foreldrum, námsmönnum þar sem báðir foreldrar eru í fullu námi, öryrkjum þar sem báðir foreldrar eru 75% öryrkjar og atvinnulausum foreldrum. Jafnframt gildir afslátturinn þar sem annað foreldrið er t.d. í fullu námi og hitt atvinnulaust eða 75% öryrki.
Til að njóta afsláttar:
Sótt er um afslátt í Völu– frístund kerfinu. Eftirfarandi staðfestingar þurfa að berast í viðhengi með umsókn. Lægra gjald tekur gildi 1. dag næsta mánaðar eftir að umsókn og gögn berast.
Fræðslu-og lýðheilsusvið Akureyrarbæjar
Nemendur hafa verið að skreyta hurðir í skólanum. Hér má sjá afraksturinn en dómnefnd mun vald jólahurð ársins 2022. Sigurvegarar að þessu sinni voru nemendur í 1. bekk hjá þeim yngri og 9. bekk hjá eldri nemendum.
Fimmtudaginn 24. nóvember var bókasafnið opið síðdegis, frá 16:30 -18:00, fyrir nemendur, foreldra og aðra gesti sem áhuga höfðu á að kíkja í heimsókn.
Boðið var upp á kaffi, kleinur og kókómjólk.
Á sama tíma var fatamarkaður, þar sem fólk gat komið og fengið sér föt og annað sem kom úr geymslum og skápum starfsmanna og foreldra, sem og skoðað þau föt sem skilin hafa verið eftir hér í skólanum undanfarið.
Mæting var allgóð. Um 30 manns kíktu inn á bókasafnið. Sumir gerðu stuttan stans, öðrum dvaldist lengur við að skoða bækur með börnum sínum eða spila við þau.
Í tilefni baráttudags gegn einelti, 8. nóvember, fengu nemendur 1. bekkjar og nýir nemendur í 2. bekk, afhentar húfur sem á stendur „Gegn einelti“. Þetta er í sjöunda sinn sem við í Oddeyrarskóla gerum þetta en starfsmenn og velunnarar skólanns prjónuðu húfurnar. Húfurnar eru merktar hverju barni og hver þeirra er með sína liti og eru þær fjölbreytilegar í útliti eins og nemendahópurinn.
Foreldrafélag Oddeyrarskóla gaf skólanum á dögunum afar veglega gjöf sem á svo sannarlega eftir að nýtast nemendum vel. Um er að ræða fjöldan allan af spilum fyrir bæði unga og aldna og færum við foreldrafélaginu okkar bestu þakkir fyrir þessa einstaklega flottu gjöf.
Október er mánuður Bleiku slaufunnar, árvekni- og fjáröflunarátaks Krabbameinsfélags Íslands gegn krabbameinum hjá konum. Krabbameinsfélag Íslands biður alla landsmenn um að klæðast einhverju bleiku föstudaginn 14. október eða hafa bleikan lit í fyrirrúmi þann dag. Með því sýnum við samstöðu í baráttunni. Okkur langar því að hvetja nemendur og starfsfólk Oddeyrarskóla til að koma í einhverju bleiku í skólann á morgun, föstudaginn 14. október.
Matseðill fyrir ágúst og september er kominn á heimasíðuna. Eldri matseðla og upplýsingar um matarskráningar má finna hér
Oddeyrarskóli verður settur mánudaginn 22. ágúst 2022. Nemendur mæta á sal og fara síðan með umsjónarkennurum í heimastofur. Foreldrar eru velkomnir með á skólasetningu. Foreldrar nemenda í 1. bekk fá upplýsingar um skólabyrjun frá kennara og deildarstjóra.
Klukkan 9:00 nemendur í 2. – 5. bekk
Klukkan 9:30 nemendur í 6. – 10. bekk