Starfsmenn Oddeyrarskóla sigurvegarar í vinnustaðakeppni Akureyrarbæjar í Lífshlaupinu

FullSizeRenderIMG_1851 Í starfsmannahópi Oddeyrarskóla eru margir keppnismenn, á ýmsum sviðum.

Í febrúar tókum við þátt í tveimur vinnustaðakeppnum þar sem allt kapp var lagt í að ná árangri. Keppt var í lestri í keppninni Allir lesa og varð Oddeyrarskóli í 4. sæti á landsvísu miðað við stærð vinnustaðar. Við erum afskaplega sæl með þann árangur en stefnum enn hærra á næsta ári.

Á sama tíma stóð Lífshlaupið yfir. Þar var keppt í hreyfingu og voru menn hvattir látlaust áfram og var m.a. stofnað til skriðstundsnámskeiðs til að auka hreyfingu starfsmanna.

Á starfsmannafundi á miðvikudag fengum við gesti frá Heilsuráði Akureyrarbæjar þar sem starfsmenn Oddeyrarskóla sigrðu vinnustaðakeppni Akureyrarbæjar í Lífshlaupinu. Fengum við viðurkenningarskjal og farandbikar að launum.  Jafnframt fengum við viðurkenningarskjöld frá Lífshlaupinu fyrir 3. sæti í fjölda mínútna á hreyfingu (miðað við stærð vinnustaðar). Að sjálfsögðu er stefnan sett á sigur á landsvísu að ári.

Auðvitað erum við í skýjunum yfir þessum frábæra árangri og teljum hann til marks um magnaða samstöðu í starfsmannahópnum.

Nemenda- og foreldraviðtöl á þriðjudag – muna að gera frammistöðumatið

logo -stafalaustVið minnum á að á sunnudaginn næsta er síðasti dagur til að skrá í frammistöðumatið. Á mánudagsmorgunn verður opnað fyrir skráningar kennara og nemenda og þá geta nemendur og foreldrar skoðað mat kennara samhliða eigin mati. Eftir það verður ekki hægt að skrá í matið. Á þriðjudaginn er svo viðtalsdagurinn þar sem matið er rætt. Þá koma nemendur bara í viðtöl en engin hefðbundin kennsla verður þennan dag. Ef foreldrar hafa ekki skráð sig í viðtalstíma er nauðsynlegt að gera það nú. Opið verður í frístund allan viðtalsdaginn.

 

 

Lífshlaupið – skriðsundsnámskeið

Síðustu þrjár vikur hefur landskeppnin Lífshlaupið staðið yfir. Þar eru landsmenn hvattir til að hreyfa sig reglulega, en keppt er í ýmsum flokkum á landsvísu. Starfsfólk Oddeyrarskóla er mjög duglegt að hreyfa sig alla jafna en þar sem í skólanum vinnur mikið keppnisfólk var heldur betur bætt í síðustu vikur. Stór hluti starfsfólks fór á skriðsundsnámskeið til Ólympíufarans Röggu Run sem sagðist sjaldan hafa séð eins glæsilegan hóp saman kominn í lauginni 🙂 Námskeiðið var einstaklega skemmtilegt og gagnlegt og voru framfarir fólks miklar.Hér að neðan má sjá mynd af hópnum eftir 2 km. sundsprett.

 

3e451156-cfb7-4a7a-86e4-551736fd251b-sundmynd

Hljóðbækur og talgervlar

Allir þeir sem greinst hafa með lesblindu eiga rétt á að nýta sér bókakost hljóðbókasafnsins. Einnig er nú hægt að fá endurgjaldslaust sendan talgervil sem settur er upp í heimilistölvu, spjaldtölvu eða síma. Talgervillinn les upp af neti, pdf skjöl og texta sem skrifaður er upp í tölvuna. Við hvetjum alla sem eiga rétt á að nýta sér þessa tækni að kynna sér málið. Við í skólanum getum aðstoðað við að fá aðgang og leiðbeint um notkun. Nánari upplýsingar eru á heimasíðum Hljóðbókasafns Íslands og Blindrafélagsins.

Opið hús í Oddeyrarskóla vegna skólavals nemenda í 1. bekk haustið 2016

skóliForeldrum barna sem eru að hefja nám í 1. bekk grunnskóla stendur  til boða að velja í hvaða skóla börn þeirra fara í samræmi við skólastefnu og fjölskyldustefnu Akureyrarbæjar.

Það er mikilvægt að foreldrar kynni sér starfsemi skólanna vel og hvað þeir hafa upp á að bjóða. Af því tilefni bjóða grunnskólarnir upp á „opið hús“ í febrúarmánuði og eru foreldrar hvattir til að nýta sér það. Í Oddeyrarskóla verður opið hús miðvikudaginn 17. febrúar 2016 kl. 9-11. Þá geta foreldrar kíkt í heimsókn til okkar og kynnt sér skólastarfið, allir eru velkomnir hvort sem þeir eru búnir að skrá börnin sín í skólann eða ekki.

Hér er stutt kynning á helstu áherslum okkar í Oddeyrarskóla.

Nú stendur yfir innritun í grunnskólana og foreldrar geta kynnt sér það frekar á heimasíðu skóladeildar Akureyrarbæjar.

Gleði í snjónum!

SnjóboltiSnjórinn getur svo sannarlega stuðlað að gleði, samveru, samvinnu, útivist og hreyfingu. Hér má sjá mynd af nokkrum hraustum nemendum Oddeyrarskóla sem nýttu hádegishléið til að búa til myndarlegar snjókúlur…sóttu svo skólastjórann til að sýna afraksturinn og fá mynd á heimasíðuna að launum 🙂 Allir sælir og glaðir!

Frábær árshátíð að baki

kakaIMG_6137Þá er árshátíðarhelgin afstaðin og erum við öll í skýjunum yfir góðum dögum. Nemendasýningar voru á föstudag og voru svo tvær sýningar fyrir foreldra og aðra aðstandendur á laugardag.

Nemendur stóðu sig frábærlega í fjölbreyttum atriðum þar sem margir fóru út fyrir þægindarammann sinn. Undirbúningur hefur staðið yfir frá því fyrir jól, en markvissar æfingar hófust á nýju ári. Kennarar leggja alltaf mikinn metnað í góðan undirbúning svo nemendur fái sem mest út úr árshátíðarundirbúningnum og sýningunum sjálfum.

Nemendur 10. bekkjar sýna alltaf lengsta atriðið. Þetta árið sýndi 10. bekkur stutta útgáfu af Mamma Mia leikritinu og slógu í gegn. Óðinn Valsson kom til liðs við okkur með leikstjórn hjá 10. bekk sjötta árið í röð og náði hann sem fyrr fram því allra besta hjá hverjum og einum. Foreldrafélagið hefur í gegnum stutt dyggilegIMG_6127a við aðkomu leikstjóra fyrir 10. bekk og er það afar mikils virði fyrir nemendursem fá enn meiri leiðsögn í ferlinu en ella. Einnig nutu nemendur 10. bekkjar óeigingjarns stuðnings Hrafnhildar Guðjónsdóttur umsjónarkennara og Lindu Óladóttur textílkennara. Það er einstakt þegar nemendur fá tækifæri til að láta ljós sitt skína með leik og söng og erum við sannfærð um að við eigum eftir að sjá einhverja úr þessum hópi stíga á stokk á stærra sviði þegar fram líða stundir.

Foreldrafélagið stóð að vanda fyrir mögnuðu kaffihlaðborði, en innkoma vegna þess fer í rekstur foreldrafélagsins sem gengur út á að styðja við félagsstarf nemenda og skólastarfið.IMG_6130

Um kvöldið hélt 10. bekkurinn árshátíðarball. Mætingin var virkilega góð og voru nemendur 10. bekkjar hinir kátustu með ballið. DJ Darri sá um tónlistina og fengum við frábært hljóðkerfi og ljóskastara hjá Hinriki hjá NEOPixel.

Nemendasýningar á árshátíð á morgun, föstudag

free-clipart-music-notes1Á laugardag höldum við árshátíð hér í Oddeyrarskóla en á morgun, föstudag, tökum við forskot á sæluna og verða nemendasýningar árshátíðar þá en sýningar fyrir foreldra og aðra aðstandendur verða á laugardeginum ásamt glæsilegu kaffihlaðborði.

Á föstudag mæta nemendur í heimastofur sínar á venjulegum tíma, þ.e. kl. 8:10 Þá hefst undirbúningur sýninga og kl. 9:00 mæta allir á sal. Þá sýna nemendur sem verða á fyrri sýningu. Að því loknu fara allir nemendur í stofur, borða nesti og teygja úr sér. Þennan dag má koma með safa og sætabrauð til hátíðarbrigða (ath. ekki gos eða sælgæti). Eftir nesti fara allir nemendur aftur á sal og þá sýna þeir bekkir sem eru á seinni sýningu. Eftir frágang og lokaundirbúning fyrir laugardagssýningarnar er hádegismatur. Skóladegi lýkur á sama tíma og vant er á föstudögum.

Við minnum foreldra á að nú stendur yfir forsala á miðum fyrir árshátíðina. Hægt er að kaupa miða í forsölu í dag og á morgun.

Árshátíðartengja

free-clipart-music-notes1Nú stendur árshátíðarundirbúningur sem hæst hér í Oddeyrarskóla og því orðið tímabært að upplýsa nánar um fyrirkomulag hennar. Allar nauðsynlegar upplýsingar eru í meðfylgjandi Árshátíðartengju.