Fimmtudaginn 29. febrúar frá kl. 9:00 – 10:00 verður nemendum í 9. og 10. bekk Oddeyrarskóla boðið að koma á starfamessu í HA til þess að kynna sér fjölbreytt störf og fyrirtæki á svæðinu.
Category Archives: Fréttir og tilkynningar
Sterk út lífið
Skólinn býður upp á fræðslu með yfirskriftina Sterk út í lífið! Hvað mótar sterkan einstakling og hvernig geta foreldrar/forráðamenn stuðlað að bættri sjálfsmynd barna sinna? Líney Úlfarsdóttir sálfræðingur verður með erindið í fjarfundi þriðjudaginn 27. febrúar kl. 17:00-17:45. Við reiknum með um það bil hálftíma erindi og umræðum í 15 mínútur.
Fræðslan er liður í Velferðarverkefninu okkar Bætt líðan – aukin fræðsla og byggja efnistök m.a. á óskum foreldra frá því á haustfundi 2023.
Foreldrar og forráðamenn hafa nú þegar fengið sendan hlekk vegna fundarins.

Frétt frá ÍSAT-landi
Nemendur sem læra íslensku sem annað tungumál endursegja söguna um Gullbrá. Í þetta sinn var áhersla lögð á orð sem lýsa hlutum og aðstæðum (lo). Það er gaman að nota dótasöguformið og sjá hvað krakkarnir geta gleymt sér í frásagnargleðinni og þannig náð að tjá sig munnlega í gegnum leikinn. Hér má sjá myndir úr verkefnavinnunni

Árshátíð 2024
Árshátíð Oddeyrarskóla er haldin dagana 24. og 25. janúar. Þann 24. janúar eru sýningar fyrir nemendur á skólatíma en 25. janúar eru sýningar fyrir foreldra, forráðamenn og aðra nákomna. Nemendur eru í umsjón kennara meðan á sýningum þeirra stendur.
- Fyrsta sýning kl. 14:00 2. 4. 7. og 10. bekkur.
- Önnur sýning kl. 15:30 1. 5. 8. og 10. bekkur.
- Þriðja sýning kl. 17:00 3. 6. 9. og 10. bekkur.
Ekkert kostar inn á árshátíð en foreldrar mega leggja inn frjáls framlög á reikning nemendafélags og ágóðinn nýtist í þágu nemenda s.s. vegna uppbrots eða rútuferða. 0302 – 13 – 000229, kennitala 450908-2580, nemendafélag Oddeyrarskóla söfnunarreikningur.
Við minnum á glæsilegt kaffihlaðborð foreldrafélagsins sem verður opið frá klukkan 14:00 – 17:00 og er hægt að njóta veitinga annað hvort fyrir eða eftir sýningar. Hér er bréf frá foreldrafélaginu.

Litlu jólin 2023
Litlu jólin verða þriðjudaginn 19. desember kl. 19:30 – 21:00 fyrir unglingastig og miðvikudaginn 20. desember fyrir yngsta stig og miðstig.
Yngsta stig mætir á litlu jólin klukkan 8:10 og dagskrá lýkur um klukkan 9:30.
Miðstig mætir klukkan 8:30 og dagskrá lýkur um kl. 10:00.
Frístund er opin þann 20. des fyrir nemendur sem skráðir eru í lengda viðveru.

Jólahurðasamkeppni 2023
Nemendur skreyttu hurðir í skólanum nú í desember. Hér má sjá afraksturinn en dómnefnd valdi jólahurðir ársins 2023 í yngri og eldri deild. Sigurvegarar í yngri deild voru nemendur í 2.bekk og í eldri deild nemendur í 10.bekk. Sérstök verðlaun fengu nemendur í 7.bekk fyrir sína hurð.

Þrumugleði í fimleikahúsi
Um miðjan nóvember voru nemendur í 10. bekk búnir að safna sér fyrir þrumugleði, sem fæst þegar búið er að ná að safna þrumum sem nemur sexföldum fjölda nemenda í bekknum. Þrumur eru hrósmiðar og eru hluti af SMT skólafærni. Nemendur komu með hugmyndir um hvað væri gaman að gera saman og kusu það sem þeim leyst best á. Ákveðið var að fara í fimleikasalinn í Giljaskóla og sprella saman auk þess sem þau fengu að hafa frjálst nesti með sér.
Ferðin heppnaðist vel, allir fóru í einhverja hreyfingu og höfðu varla tíma til að taka hádegishlé svo gaman var hjá þeim.

Góð gjöf frá útskriftarnemum vorið 2023
Nemendur sem útskrifðust úr 10. bekk síðastliðið vor gáfu skólanum veglega gjöf á þeim tímamótum. Þetta var peningagjöf með þeim tilmælum að keyptur yrði þrívíddarprentari. Haustið var notað til að skoða og velta fyrir sér hvað heppilegast væri að gera. Fyrir valinu varð prentari sem pantaður var að utan en hann hefur þá kosti að vera einfaldur og notendavænn. Tölvuumsjónarmaður er um þessar mundir að prófa sig áfram og kynnast hugbúnaði og tæki. Þá fóru nokkrir kennarar á námskeið í Fablab í haust og fengu þjálfun í vinna með hugbúnað og prenta út á öðruvísi efni en pappír. Þegar starfsfólk hefur öðlast öryggi í að umgangast prentarann munu einhverjir nemendahópar fá að spreyta sig.

